Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 79
„ H v e r s v e g n a e r f ó l k i á s k a pa ð a ð v e r a s v o n a e i n m a n a ? “ TMM 2015 · 2 79 The past became a long, razor-sharp skewer that stabbed right through his heart. Silent silver pain shot through him, transforming his spine to a pillar of ice. The pain remained, unabated. He held his breath, shut his eyes tight, enduring the agony. Alfred Brendel’s graceful playing continued. The CD shifted to the second suite, “Second Year. Italy”. And in that moment, he was finally able to accept it all. In the deepest recesses of his soul, Tsukuru Tazaki understood. One heart is not connected to another through harmony alone. They are, instead, linked deeply through their wounds. Pain linked to pain, fragility to fragility. There is no silence without a cry of grief, no forgiveness without bloodshed, no acceptance without a passage through acute loss. That is what lies at the root of true harmony. Sársaukinn kom eins og hárbeittur rýtingur á kaf í hjarta hans. Þögul silfurpíla skaust í gegnum hann og frysti hann inn að beini. Verkurinn rénaði ekki. Hann greip andann á lofti, klemmdi aftur augun og reyndi að afbera þjáninguna. Alfred Brendel hélt áfram að spila, nú var komið að annarri svítunni, Annað árið: Ítalía. Einmitt á því augnabliki gat hann loksins meðtekið heildarmyndina. Tsukuru Tazaki skildi til fullnustu hvernig í öllu lá. Hjarta eins tengist ekki hjarta annars gegnum sam- hljóminn einan, heldur tengjast þau betur gegnum sárin sem þau eiga sameiginleg. Sársauki við sársauka, viðkvæmni við viðkvæmni. Það verður engin þögn nema með sorgarópi, engin fyrirgefning án blóðsúthellinga, engin sátt án skelfilegs missis. Það er rótin að raunverulegum samhljómi (224). Hinn litlausi Tsukuru og pílagrímsár hans, þýðing Ingunnar Snædal Ugga hefur tekist vel að endurskapa heim Murakami á skáldlegan hátt í þeim fjórum verkum sem hann hefur þýtt. Ingunn þýðir frjálslegar, fangar stemninguna en á eftir að sanna sig betur. Murakami hefur verið gagnrýndur í Japan fyrir að vera of hallur undir vestræna menningu og fyrir að beita stíl sem er óformlegri og afslapp- aðri en hefðbundinn stíll í þarlendum skáldsögum. Hefur verið talað um „þýðingajapönsku“ eða „jap-ensku“ í þessu samhengi. Mikið hefur t.d. verið pælt í titli Norwegian Wood og hvort verið sé að tengja við bítlalagið fræga, norskan skóg eða ódýr furuhúsgögn.9 Í íslensku þýðingunni valdi Uggi að halda bítlatitlinum sem er vel. Ekki verður skilið við þýðingarumræðuna nema geta þess að sú mynd sem birtist af höfundarverki Murakami á íslensku er heldur einhliða. Miðað við þá flokkun eða skilgreiningu sem hér er gengið út frá, liggja þau verk sem hallast á vísindaskáldsögulega hlið, þar sem fantasía, framtíðarógn, handan- og hliðarheimar ráða ríkjum, óbætt hjá garði. Það eru aðeins þau tilvistarlegu skáldverk sem hlotið hafa náð fyrir augum þýðenda og forlags. Áhrifa Murakami á heimsbókmenntirnar gætir víða, líka hér á landi. Ljóst má vera að höfundar eins og t.d. Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Ómarsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Halldór Armand, Sverrir Norland og fleiri hafa verið snortnir af verkum hans og endurspeglað það í sínum. Sölvi Björn Sigurðsson sendi frá sér skáldsöguna Fljótandi heimur (2006) sem kallast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.