Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 80
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r
80 TMM 2015 · 2
bersýnilega á við verk Murakami á póstmódernískan og metabókmennta-
legan hátt. Í viðtali segir Sölvi að nauðsynlegur þáttur í þroska rithöfundar
sé að gera tilraunir með form, frásagnaraðferð, samspil bókmenntaforma og
samband við áhrifavalda eins og Murakami.10 Fljótandi heimur fjallar um
Tómas sem heillast af japanskri stúlku með skuggalega fortíð og þegar hún
hverfur á dularfullan hátt fer hann að leita hennar. Um bók Sölva segir Björn
Þór Vilhjálmsson: „Sölvi innlimar takta, einkenni, sögufléttur og andrúms-
loft japanska höfundarins á máta sem tekur hefðbundnum endurvinnslu-
hugmyndum í raun fram, hann virðist bókstaflega setja sér það markmið að
skrifa skáldsöguna sem Murakami kynni að hafa skrifað ef hann væri ungur
íslenskur höfundur“.11 Samræða Sölva við Murakami er afar áhugaverð og
hrífur lesandann með sér inn í martraðarkennda framtíðarsögu.
Höfundareinkenni Murakami eru sterk og hægt að ganga að þeim vísum.
Oftast má finna togstreitu milli ólíkra heima í verkum hans og yfirleitt
stendur yfir örvæntingarfull leit um leið og einmanaleiki og firring eru alls-
ráðandi. Söguhetjurnar eru karlar í blóma lífsins, langskólagengnir og koma
úr vel stæðri fjölskyldu. Oft er samband föður og sonar stirt og einkennist
af fálæti sem jaðrar við ástleysi. Ástin er flókin, kynlífið fjarrænt og tengslin
rofin. Kvenhetjurnar eru yfirnáttúrulega fallegar, afskaplega leyndardóms-
fullar og hafa sterkan persónuleika. Þær skapa tengingu við drauma, minn-
ingar og handanheima, þekkja leyndarmálin, knýja söguna áfram og bylta
lífi aðalpersónunnar. Verk Murakami takast á við flókna lífshætti sam-
tímans á skáldlegan og frumlegan hátt án nokkurs sperrings eða tilgerðar,
þótt stundum sé gert grín að þeim misosúpulepjandi einförum og dularfullu
og fögru stúlkum sem jafnan koma fyrir í verkum hans.12 En það er ekki
bara heillandi og nördalegar persónur, tær stíll og hugmyndaauðgi sem laðar
milljónir lesenda að verkum Murakami. Fyrir vestrænan heim er það ekki
síður framandleiki og formfesta japanskrar samfélagsgerðar sem heillar.
Japanskt þjóðfélag var kyrrstætt öldum saman en hefur breyst gríðarlega
á 20. öld og er nú vellríkt velferðar- og iðnaðarþjóðfélag. Hinn einmana
miðaldra karlmaður sem er langoftast söguhetjan í bókum Murakami er
af þeirri kynslóð Japana sem glímir við þjóðfélagslegt vandamál, sem er
honum hugleikið og hann gerði m.a. skil í títtnefndu verki, The Wind-Up
Bird Cronicle (1994–5). Það er rótleysi sem stafar af innrás vestrænna áhrifa
og peningaflæðis á japanskt þjóðlíf og menningu og uppgjör við stríðsglæpi
Japana í Kína 1937 þar sem blóðug fortíðin hvíldi á samviskunni uns forseti
Japans baðst loks formlega fyrirgefningar árið 2005.13 Í fortíð Japana eru
villimannleg stríð, valdabrölt og kjarnorkusprengjur. Stór hluti þjóðarinnar
tilheyrir engu trúfélagi og þótt trúarbrögðum fylgi margvíslegt böl er trúleysi
ekki alltaf betri kostur enda fylgir því einhver tilfinning fyrir tómarúmi sem
er vandfyllt.14 Í japanskri þjóðarsál takast á aldagömul gildi, hefðir og siðir
og ör nútímavæðing með vestrænum áhrifum. Skáldverk Murakami glíma