Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 80
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r 80 TMM 2015 · 2 bersýnilega á við verk Murakami á póstmódernískan og metabókmennta- legan hátt. Í viðtali segir Sölvi að nauðsynlegur þáttur í þroska rithöfundar sé að gera tilraunir með form, frásagnaraðferð, samspil bókmenntaforma og samband við áhrifavalda eins og Murakami.10 Fljótandi heimur fjallar um Tómas sem heillast af japanskri stúlku með skuggalega fortíð og þegar hún hverfur á dularfullan hátt fer hann að leita hennar. Um bók Sölva segir Björn Þór Vilhjálmsson: „Sölvi innlimar takta, einkenni, sögufléttur og andrúms- loft japanska höfundarins á máta sem tekur hefðbundnum endurvinnslu- hugmyndum í raun fram, hann virðist bókstaflega setja sér það markmið að skrifa skáldsöguna sem Murakami kynni að hafa skrifað ef hann væri ungur íslenskur höfundur“.11 Samræða Sölva við Murakami er afar áhugaverð og hrífur lesandann með sér inn í martraðarkennda framtíðarsögu. Höfundareinkenni Murakami eru sterk og hægt að ganga að þeim vísum. Oftast má finna togstreitu milli ólíkra heima í verkum hans og yfirleitt stendur yfir örvæntingarfull leit um leið og einmanaleiki og firring eru alls- ráðandi. Söguhetjurnar eru karlar í blóma lífsins, langskólagengnir og koma úr vel stæðri fjölskyldu. Oft er samband föður og sonar stirt og einkennist af fálæti sem jaðrar við ástleysi. Ástin er flókin, kynlífið fjarrænt og tengslin rofin. Kvenhetjurnar eru yfirnáttúrulega fallegar, afskaplega leyndardóms- fullar og hafa sterkan persónuleika. Þær skapa tengingu við drauma, minn- ingar og handanheima, þekkja leyndarmálin, knýja söguna áfram og bylta lífi aðalpersónunnar. Verk Murakami takast á við flókna lífshætti sam- tímans á skáldlegan og frumlegan hátt án nokkurs sperrings eða tilgerðar, þótt stundum sé gert grín að þeim misosúpulepjandi einförum og dularfullu og fögru stúlkum sem jafnan koma fyrir í verkum hans.12 En það er ekki bara heillandi og nördalegar persónur, tær stíll og hugmyndaauðgi sem laðar milljónir lesenda að verkum Murakami. Fyrir vestrænan heim er það ekki síður framandleiki og formfesta japanskrar samfélagsgerðar sem heillar. Japanskt þjóðfélag var kyrrstætt öldum saman en hefur breyst gríðarlega á 20. öld og er nú vellríkt velferðar- og iðnaðarþjóðfélag. Hinn einmana miðaldra karlmaður sem er langoftast söguhetjan í bókum Murakami er af þeirri kynslóð Japana sem glímir við þjóðfélagslegt vandamál, sem er honum hugleikið og hann gerði m.a. skil í títtnefndu verki, The Wind-Up Bird Cronicle (1994–5). Það er rótleysi sem stafar af innrás vestrænna áhrifa og peningaflæðis á japanskt þjóðlíf og menningu og uppgjör við stríðsglæpi Japana í Kína 1937 þar sem blóðug fortíðin hvíldi á samviskunni uns forseti Japans baðst loks formlega fyrirgefningar árið 2005.13 Í fortíð Japana eru villimannleg stríð, valdabrölt og kjarnorkusprengjur. Stór hluti þjóðarinnar tilheyrir engu trúfélagi og þótt trúarbrögðum fylgi margvíslegt böl er trúleysi ekki alltaf betri kostur enda fylgir því einhver tilfinning fyrir tómarúmi sem er vandfyllt.14 Í japanskri þjóðarsál takast á aldagömul gildi, hefðir og siðir og ör nútímavæðing með vestrænum áhrifum. Skáldverk Murakami glíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.