Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 46
A n d r é s E i r í k s s o n
46 TMM 2015 · 4
Kynlíf og dauði eru skáldinu ofarlega í huga og honum er tíðrætt um þann
skramba að búa með frjóan anda og kvensamar fýsnir í hrörnandi líkama.
Best er þó, hér sem endranær, að byrja á byrjuninni, UNGA YEATS,
ljóðunum frá 1885–1910. Á bak við þau býr sú vissa að til sé altækur guð
legur sannleikur og eilíf fegurð sem ljóðskáldið getur túlkað með táknum
og miðlað með rími. Þetta eru rómantísk ljóð um ást, fegurð, alþýðufólk,
þjóðsögur og álfa.6 Þar er Íslendingurinn á heimavelli. Og hlýtur að spyrja:
„Hverra manna er skáldið?“
Að gefa sjávarklettunum tungu
William Butler Yeats var frumburður Johns Butler Yeats og konu hans Susan
Mary, sem borin var Pollexfen. Þau hjón áttu alls sex börn. Þar af dóu tvö
kornung, Jane Grace á fyrsta ári og Robert Corbet þriggja ára. Þau sem á legg
komust voru, auk Williams, dæturnar Lolly og Lily og sonurinn Jack Butler.7
Engin fjölskylda hefur sett jafn mikið mark á listalíf Írlands. Faðirinn var
snjall málari og sonurinn Jack Butler enn snjallari. Fjölmargir telja hann
fremsta listmálara Írlands fyrr og síðar. Lolly og Lily stunduðu útsaum og
ýmsan annan listiðnað og ráku hina merku bókaútgáfu Cuala Press.8 Og
svo var það stórskáldið William, eða Willie eins og fjölskyldan kallaði hann.
Willie var af heldra fólki í báðar ættir, landeigendum, embættismönnum,
klerkum, kaupmönnum, iðjuhöldum og skipaeigendum. Þetta voru svokall
aðir AnglóÍrar, yfirstétt af enskum uppruna, mótmælendur innan írsku
Biskupakirkjunnar sem nátengd var hinni ensku. Þeir sóttu menntun sína og
menningu, viðmið og pólitík til Englands og voru vitaskuld enskumælandi
án nokkurrar kunnáttu í írsku. Írsk tunga var einungis töluð af kaþólskri
alþýðu til sveita og jafnvel þar var hún á hröðu undanhaldi. AnglóÍrar
höfðu drottnað í krafti jarðeigna og lögbundinna forréttinda mótmælenda,
en sú staða var óðum að breytast. Lagalegt jafnrétti trúflokka var nú að
mestu tryggt og barátta bænda, bæði vopnuð og þingræðisleg, færði þeim
smátt og smátt aukin réttindi og loks lögbundna sjálfseign upp úr 1885.
AnglóÍrar höfðu þó enn menningarlegt forræði, stjórnuðu æðri menntun
og svokallaðri hámenningu, þar á meðal skrifuðum bókmenntum sem voru
á ensku og tengdari enskri mennt en írskri menningu. Trinity háskólinn í
Dyflinni var í senn höfuðvígi æðri menntunar og alma mater AnglóÍra.
William Butler Yeats fékk aldrei að njóta þess góss jarðeigna, fasteigna
og fjármuna sem hann virtist eiga í vændum við fæðingu. Komu þar bæði
til ofangreindar þjóðfélagsbreytingar og uppátæki föður hans. William var
ekki fyrr fæddur en John ákvað að hætta ábatasömum lögfræðistörfum í
Dyflinni, flytja til Englands og læra þar myndlist. Hún varð upp frá því
hans helsti starfi, en því miður rýr tekjulind. Hann þótti snjall málari en
naut ekki þeirrar velgengni sem hæfileikarnir buðu. Þar gat hann sjálfum sér
um kennt, var lítill framkvæmdamaður og sölumaður, en þeim mun meiri