Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 51
H i n g u l a s t r ö n d S i n b a ð s TMM 2015 · 4 51 bátum og sitja og annast hesta. Hann kynntist alþýðukveðskap, þjóðlegum fróðleik og sögum um álfa og drauga. Frá föður sínum og skólakerfinu fékk hann hins vegar í arf enskættaða bóklega mennt efri stétta: Klassísk fræði, heimspeki og bókmenntir, ekki síst enska lýríska rómantík. Ljóðagerð Yeats var afsprengi þessara tveggja menningarheima sem kölluðust og tókust á í huga, sál og ljóðum hins unga skálds. Seinna sagði Yeats um Sligo: „þegar ég byrjaði að semja var það þar sem ég hugðist finna mína áheyrendur.“27 Þetta er þó ekki alls kostar rétt. Yeats hóf að yrkja sem unglingur og fyrstu varðveittu ljóð hans eru frá 1882, þegar hann var 16 ára. Fyrstu ljóð hans birtust á prenti 1885, þegar hann var 19 ára. Fæst ljóða sinna 1882–86 fékk hann útgefin, en mörg þeirra hafa þó varðveist.28 Þau tengjast nánast ekkert Sligo og Írlandi. Sögusviðið er Evrópa miðalda eða fornalda, einkum Grikk­ land hið forna, sem og Indland með tilvísunum í austurlenska dulspeki, sem William hafði þá bundið trúss sitt við, fríþenkjandi föður sínum til hrellingar. Það er lítið írskt við þessi fyrstu verk, hvort sem litið er á efnivið eða stíl. Þau bera þess heldur engin merki að höfundur sé að leita áheyrnar alþýðufólks í Sligo. Það er eins og hann tengi ekkert þá menningu, þjóðtrú og náttúru sem hreif hann í Sligo við alvarlega og marktæka ljóðagerð. Þegar hér var komið sögu var fjölskyldan flutt aftur til Írlands og bjó í Dyflinni eða næsta nágrenni 1881–86. Þar lauk William menntaskóla við lít inn orðstír, komst ekki í Trinity háskólann, flosnaði upp úr listnámi eftir eitt ár og einsetti sér þá að helga líf sitt skriftum og verða stórskáld. Læri­ faðir hans var Edward Dowden, stórvinur Johns Butler Yeats. Dowden var prófessor í bókmenntum við Trinity og sérfræðingur í Shakespeare, Goethe og enskri rómantík, einkum Wordsworth og Shelley. Angló­írskur bak­ grunnur Yeats, skólaganga hans í Lundúnum og Dyflinni, sem og áhrifin frá Dowden skýra auðveldlega þá gjá sem var á milli ljóðagerðar hans annars vegar og alþýðlegrar menningar Írlands og Sligo hins vegar. Öllu sem flokkaðist undir listrænan skáldskap hafði hann kynnst í gegnum enskan menningarheim. Fyrirmyndir hans voru allar enskar, Spenser, Keats, Tennyson og Shelley. Þegar hann leit til baka sagði hann að skáldskapur sinn á þessum árum hefði bara verið stæling á Spenser og Shelley.29 (Hann hafði enn ekki kynnst William Blake, sem hann seinna mat mest allra skálda.) Hins vegar þekkti hann nánast ekkert til írskra skálda, hvort sem þau ortu á írsku eða ensku. Á þessu varð gjörbreyting í lok árs 1885 þegar Yeats fann sér nýjan læri­ föður. Sá hét John O’Leary. Þeir kynntust í málfundafélagi um menningu og stjórnmál, Contemporary Club í Graftonstræti. John O’Leary var nýkominn aftur til Írlands eftir tuttugu ára fjarveru, hafði fyrst setið níu ár í tukt­ húsi á Englandi og síðan dvalist í ellefu ára útlegð í París, dæmdur fyrir níð um Bretaveldi og hvatningu til vopnaðrar uppreisnar. Þegar hér var komið hafði O’Leary lítil bein afskipti af stjórnarfarsmálum og flokkapólitík, enda nokkuð á skjön við nýjar hreyfingar þingræðissinna og bænda. Þess í stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.