Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 52
A n d r é s E i r í k s s o n
52 TMM 2015 · 4
einbeitti hann sér að hinni menningarlegu hlið sjálfstæðisbaráttunnar. John
og Ellen systir hans bjuggu í nágrenni við fjölskyldu Yeats. Þau áttu líkast
til stærsta safn írskra fræða í einkaeign. Heimili þeirra var eins konar Unu
hús Dyflinnar, þar sem ungskáld og upprennandi menningarvitar hittust
reglulega til skrafs, ráðagerða og nokkurs gleðskapar. Þarna hittust þeir sem
seinna urðu í fararbroddi hinnar gelísku endurreisnar. Það lék dýrðarljómi
um hinn gamla byltingarmann og ungmennin gleyptu í sig hvert hans orð.
Í huga Yeats var O’Leary holdgerfingur hins forna, rómantíska Írlands,
ósnortnu af enskættaðri efnis og gróðahyggju. Seinna orti Yeats: „Romantic
Ireland is dead and gone, / It’s with O’Leary in the grave.“ (September 1913
í Responsibilities 1914.) Það var fyrir atbeina O’Learys sem skáldskapur
Yeats breyttist. Yeats gerði viðhorf O’Learys að sínum og hóf að boða þau
öðrum: „Lang flest þeirra írsku skálda sem byggt hafa á öðru en írsku efni
og írskri hugsun falla fljótt í gleymskunar dá. Allar merkar bókmenntir eiga
sér þjóðerni, allar merkar þjóðir eiga bókmenntir.“30 Fyrir tilstilli og undir
leiðsögn Johns O’Leary fór Yeats að leita sér írsks efnis, sem skipta má í þrjá
flokka.
Í fyrsta lagi voru það ljóð þjóðlegra írskra enskumælandi skálda síðustu
áratuga. Þau voru þjóðleg á þann hátt að þau boðuðu írska þjóðernisstefnu,
ellegar á þann hátt að þau sóttu sér efnivið í írskar fornsögur, þjóðsögur og
skáldskap munnlegrar geymdar. Þetta tvennt fór stundum saman, en alls
ekki alltaf. Mörg þjóðleg skáld og frumkvöðlar írskra þjóðfræða voru angló
írskir menntamenn og flestir hlynntir breskum yfirráðum. Í ljóði sínu To
Ireland in the Coming Times (The Rose 1893) ávarpar Yeats Íra um alla fram
tíð og útlistar hvernig skáld hann vilji vera og teljast. Hann byrjar á því að
skipa sér í flokk þeirra þjóðlegu skálda sem ort höfðu um og fyrir írska þjóð:
Know that I would accounted be
True brother of a company
That sang, to sweeten Ireland’s wrong,
Ballad and story, rann and song;
En jafnframt áskilur hann sér rétt til þess að beita annarri nálgun og dýpri
hugsun á sviði eilífðarmála og dulhyggju í leit að hinum stóra sannleika og
hinni eilífu fegurð. Bæði Yeats og O’Leary gerðu sér grein fyrir að hina þjóð
legu írsku ljóðagerð þyrfti mikið að þróa og fága, og að hversu góð sem sum
skáld hennar væru, teldust þau engin heimsskáld á borð við Byron og Shelley.
Í alþýðlegum fyrirlestri 1886 sagði O’Leary: „Það er hluti af margháttaðri
ógæfu Írlands að þjóðin hefur enn ekki getið af sér stórbrotið ljóðskáld.“31
Kannski grunaði hann þá þegar að með sínum unga lærisveini stæði þetta
til bóta.
Í öðru lagi fór Yeats að kynna sér írskar fornsögur, sem skrifaðar voru á
11. öld og fram á 15. öld.32 Yeats kunni ekkert í írsku, hvað þá fornírsku, en
studdist við endursagnir á ensku. Hann hóf að yrkja kviðu um fornkappann