Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 54
A n d r é s E i r í k s s o n 54 TMM 2015 · 4 stóran svartan skugga líða um fjöll í átt til sjávar. Þá segja bændur: „Þar fer Dhoya.“35 John Sherman er saga um venjulegt fólk. Sherman er frá bænum Ballah. Hann flyst til Lundúna þar sem honum býðst starfsframi, ríkt kvonfang og aðild að samfélagi broddborgara. Honum lærist þó fljótt að þess háttar tilvera er leiðigjörn og innantóm sýndarmennska, snýr því aftur til Ballah í leit að hamingju hófsamra væntinga og æskuástinni sem er fátæk og góð­ hjörtuð kennslukona. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður ná elskendurnir saman, ástin og átthagarnir sigra að lokum. Skáldverkið er öðrum þræði sjálfsævisögulegt. Ballah er greinilega Sligo og persónur sögunnar byggja á ættingjum Yeats. Þarna eru afi hans og móðurbræður. Fyrirtækið sem Sherman starfar við er skipafirma. Móðir Shermans er byggð á Susan móður skáldsins. Karakter Shermans sjálfs byggir á frændanum Henry Middleton frá Rosses Point. Hann var með eindæmum væru­ og heimakær og endaði sem einbúi og annálaður sérvitringur. En það er líka mikið af Yeats sjálfum í John Sherman. Báðir hatast við Lundúnir og þrá Sligo/Ballah. Þegar Yeats vann að bókinni skrifaði hann til Johns O’Leary að mótíf hennar væri „hatur á Lundúnum.“36 Sagan er ágætis skemmtilestur, í henni eru mörg gullkorn og hún hefur þann kost að vera stutt. En vart telst hún stórbrotið verk, enda ákvað Yeats að leggja ekki fyrir sig frekari skáldsagnaritun. Mest gildi hefur sagan sem heimild um hugsanir og líðan Yeats þegar hann orti sitt frægasta ljóð, The Lake Isle of Innisfree. Sagan um tilurð þessa ljóðs er uppistaða eins kafla bókarinnar og þar er Sherman í hlutverki Yeats sjálfs.37 Allir Írar kunna þessa sögu eins og hún er komin frá William sjálfum og Lily systur hans.38 Yeats á að hafa verið á gangi í Lundúnum í lok árs 1888, að venju þjakaður af þunglyndi og þrá eftir Sligo, þegar hann sá útstillingu í búðarglugga. Þetta var auglýsing fyrir gosdrykki: Vatnsbuna stóð upp í loftið og ofan á henni skoppaði trékúla. Þegar hann sá og heyrði vatnið minntist hann Lough Gill og eyjunnar Innisfree. Vildi hann þá „rísa og fara“ („I will arise and go“), flytja til Sligo, setjast að í Innisfree, byggja bjálkakofa, rækta baunir og býflugur og búa þar í einveru. Ljóðið birtist honum sem hug­ ljómun, hann hljóp heim og þuldi það fyrir systur sínar og vinkonu þeirra sem sátu við listmálun. Systurnar hrifust samstundis en vinkonan lét sér fátt um finnast. „Réttu mér pensilinn,“ sagði hún.39 Henni til málsbóta má benda á að ljóðið var á þessu stigi allt öðruvísi og alls ekki jafn gott og hin endanlega gerð sem fyrst birtist á prenti ári eftir umræddan atburð. Efnið er hið sama, en hrynjandin önnur, línurnar mun lengri og margorðaðri. Hin fræga upphafslína ljóðsins, „I will arise and go now, and go to Innisfree“ var upphaflega „I will arise and go now, and go to the island of Innis Free“.40 Hugmynd Yeats um að gerast einbúi í Innisfree var svo sem engin ný bóla. Sem unglingur gerði hann vanburða tilraun í þá átt, en komst ekki lengra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.