Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 56
A n d r é s E i r í k s s o n
56 TMM 2015 · 4
frætt Yeats á ensku, en stundum þurfti einhver að túlka. Heimildarmenn eru
ekki nefndir með nafni, alltént ekki réttu, en gjarnan sagðir vera einfaldlega
gömul kona eða gamall maður.
Fáir kaflar í The Celtic Twilight mynda heilsteypta sögu með upphafi,
miðju og endi. Í flestum er mörgum stuttum atvikasögum skeytt saman svo
að þær myndi eitt ákveðið þema, oftast innan einnar sýslu. Það er Yeats sem
flokkar stuttsögurnar og tengir með nokkrum útlistunum. Í bókinni koma
fyrir álfar, draugar og það mannfólk sem kalla má kynlega kvisti. Hvað
varðar Sligo er álfatrú þó helsta þemað og það sem við skulum staldra við.
Yeats sagði nær alla á vesturströnd Írlands, jafnvel opinbera embættis
menn, trúa á álfa, þótt sumir efuðust um flest annað, líkt og drauga og
helvíti. Eins og maður nokkur „með tattú af móhíkana á handleggnum“
sagði við Yeats: „Þeir eru rökréttir.“46 Álfarnir sem Yeats fjallar um eru þeir
sem hann flokkaði sem hópálfa eða félagslynda álfa („trooping fairies“,
„sociable fairies“), sem búa í stórum álfasamfélögum og líkjast mönnum, en
eru þó margfalt fegurri og glæsilegri og geta birst í hvaða stærð sem er. Auk
þeirra eru ýmsar gerðir álfa sem fara einförum, oftast litlir og skringilegir.
Þeir birtast fólki gjarnan sem fyrirboðar, oftast illir.47 Hvað varðar uppruna
hópálfa taldi Yeats tvær kenningar líklegastar. Hugsanlega væru þeir fallnir
englar, ekki nógu góðir fyrir Himnaríki, ekki nógu vondir fyrir Helvíti.
Ellegar væru þetta hinir fornu heiðnu guðir Kelta sem kristnin rak í jörðu
niður, ofan í vötn eða í eyjar á hafi úti.48 Yeats virðist frekar hallast að seinni
kenningunni, enda eru í verkum hans oft óglögg skil milli álfa, fornkappa og
goða. Yeats þekkti margar álfabyggðir, enda þær að finna „víða á Rosses og
í sveitum Kólumkilla.“ Sú stærsta og glæstasta er fjallið Ben Bulben sem álf
arnir streyma úr á hverri nóttu, eins og áður er getið. Norður af Rosses Point
er hellir, nú grafinn og gleymdur, sem liggur inn í stóra álfaborg neðanjarðar
langt inni í landi.49 Hart Lake (Hjartavatn), suður af Sligobæ, er varla nema
tjörn, en full af álfum.50
Sligobúar forðast að tala um álfa þar sem þeir gætu heyrt og sýna þeim
þá virðingu að kalla þá „góða fólkið“ eða „hefðarfólkið“ („the good people“,
„the gentle people“, „the gentry“). Þó geta álfarnir trauðla talist góðir, né
heldur illir, enda standa þeir guðlausir utan við mannlega siðfræði. En
oftar en ekki gera þeir mönnum miska, einkum með því að ræna fólki og
búpeningi. Þeir ræna bara fallegu fólki og helst ungabörnum og nýgiftum
ungum konum. Fyrir ungabörn setja þeir umskipting, en eldri börn og full
orðnir einfaldlega hverfa eða deyja að því er mönnum virðist. Stundum skilja
þeir þó eftir viðarbút, útskorinn í líki þess sem rænt er. Það gerist einstaka
sinnum að fólki er skilað aftur, yfirleitt eftir sjö ár. „Tvær eða þrjár mílur frá
Hjartavatni býr gömul kona sem rænt var þegar hún var ung. Eftir sjö ár var
henni af einhverjum ástæðum skilað aftur, en þá var hún tálaus, hún hafði
dansað af sér tærnar.“51
Mannrán álfa í Sligo er efni leikrits Yeats frá 1894, The Land of Heart’s