Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 57
H i n g u l a s t r ö n d S i n b a ð s
TMM 2015 · 4 57
Desire.52 Ung álfastúlka hyllir til sín nýgifta brúði án þess að fjölskylda
hennar og sóknarpresturinn fái nokkuð að gert. „The Land of Heart’s
Desire“ er nú á tímum oftast notað um Sligo eða Yeats Country og þá vísað
til hjartans ástar Yeats á átthögunum. En í leikritinu eru það álfheimar sem
nefnast landið sem hjartað þráir, „þar sem fegurðin aldrei fjarar, hrörnunin
aldrei flæðir, en gleðin er viska, tíminn eilífur söngur.“53 Álfheimar eru því
eins konar útópía sem mennirnir þrá og skelfast í senn. Þar er hver dagur
söngur, dans, ástir og veisluhöld. Enginn eldist, allir lifa lengi, jafnvel að
eilífu, en sú eilífð endar að vísu á dómsdegi. Þetta sældarlíf borga menn dýru
verði, með sálu sinni og guðsnáð. Hver sú manneskja sem „góða fólkið“ tekur
„býr upp frá því í blóðlausu landi álfanna, vissulega við góðan kost og kátínu,
en mun þó gufa upp á dómsdegi, því sálin fær ekki lifað án sorgarinnar.“54
Og aldrei var tónlist svo teit
Sligo og álfatrú eru stór hluti þeirra ljóða sem Yeats birti fyrir 1900. Flest
þeirra valdi hann í sín heildarverk og eru þau í þremur söfnum, Crossways
(1889), The Rose (1893) og The Wind among the Reeds (1899). Fyrstu níu
ljóðin í Crossways eru ort fyrir 1886 og í þeim eru grískar mýtur og indversk
speki áberandi. Af ljóðunum sjö sem ort eru upp úr 1886, eftir að Yeats
kynntist John O’Leary, eru fimm sem tengjast Sligo. The Rose fjallar mest
um rósina sem tákn hinnar eilífu fegurðar, með tilvísun í Maud Gonne sem
var stóra ástin í lífi Yeats. Þó eru í bókinni þrjú ljóð um Sligo og álfatrú.
The Wind among the Reeds hefur tvö megin yrkisefni. Annars vegar er það
ástin með tilheyrandi þrautum og sorgum. Hins vegar er það Sligo. Alls eru
í þessum þremur bókum sextán ljóð tengd Sligo, sem samsvarar um það bil
fimmta hverju ljóði. Svipuð niðurstaða fæst sé litið til allra styttri ljóða Yeats
sem birtust í bókum og tímaritum á þessum árum. Við þau má svo bæta
bálkinum um Oisin sem að hluta tengist Sligo, löngu ljóði um Melkorku
drottningu sem birtist eitt og sér á bók 1903, The Old Age of Queen Maeve,
og ljóðið Red Hanrahan’s Song about Ireland í bókinni In the Seven Woods
frá 1904. Með nýju yrkisefni tamdi Yeats sér nýjan stíl sem einkenndist af
einfaldara og alþýðlegra málfari. Máski hafði hann í huga nýjan lesendahóp,
en þó réði mestu að stíllinn samrýmdist efni, anda og kjarna ljóðanna.
Yeats kvaðst vilja færa ljóðin nær „landslagi náttúrunnar“ og fjær „lands
lagi listarinnar“.55 Hann sagði að sér hefði smátt og smátt farið að skiljast
að ljóð hans krefðust alþýðlegs málfars.56 Stíll Yeats einkenndist upp frá
þessu af nánum tengslum við daglegt talmál Íra, bæði hvað varðar orðafar
og setningaskipan.
Nær öll ljóðin tengd Sligo fjalla um sveitunga Yeats, ýmist mannfólk eða
álfa eða samskipti þessara hópa. Í ljóðinu The Meditation of the Old Fis
herman (Crossways) minnist gamall sjómaður þess hve allt var betra á hans
yngri árum, kátari öldur, heitari sumur, feitari síld og fallegri stelpur. The