Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 90
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 90 TMM 2015 · 4 er kannar hvaðeina sem hægt er að nota til að ljúga. Ef ekki er hægt að nota eitthvað til að ljúga, þá er að sama skapi ekki hægt að nota það til að segja sannleikann: reyndar er alls ekki hægt að nota það til „að segja“.15 Táknheimurinn er frjór og endalaus. Táknin eru okkur nauðsyn til að skilja og túlka veruleikann, og eiga samskipti um hann – en þau má líka ævinlega nota til að segja eitthvað annað. Þetta er einn helsti drifkraftur skáldskapar og listsköpunar. Það sem sumum finnst erfitt við skáldskap er einmitt hversu torvelt getur verið að segja til um hvenær og þá hvernig hann sé að segja satt í umfjöllun um miskunnuglegan veruleika og framvindu í honum. Þannig beinir skáldskapurinn líka athygli að sjálfum sér og ábyrgð okkar sem lesenda. Ég hef minnst á sjálfsögulega þætti í Nafni rósarinnar. Í nýrri grein í vefritinu Hugrás segir Jón Karl Helgason að vel fari á að nota orðið „sögusagnir“ um „metafiksjón“, sem ég hef nefnt sjálfsögu. Hann sækir orðið „sögusagnir“ í grein eftir Helgu Kress, þar sem hún fjallar um ótta karla við slúður, staðlausa stafi og „stjórnlaust tal“ sem þeir tengi kvenlegri tjáningu.16 „Sögusögn“ er öðrum þræði bráðsnjallt hugtak um „metafik­ sjón“, en hinsvegar býr í orðinu ávæningur af lygi, ef svo má segja. Sögusögn er orðasveimur sem ekki er fastur fótur fyrir. En þá erum við reyndar í námunda við framangreint eðli táknanna og frumafl skáldskaparins – hann segir sögur af (lífs)sögum – og skilningur okkar er enn ein sagan. Sögusögn og bókmenntir væru þá samheiti. Sú fjarlægð frá raunveruleikanum sem virðist búa í orðinu sögusögn og í skýringu Ecos á tákni, er jafnframt lýsing á því bili sem við leitumst stöðugt við að brúa með margvíslegum táknlyklum, ekki síst þeim sem búa eða eru búnir til í tungumálinu. Saga Ecos er bókstaflega morandi af vísunum í tungumál; þar er talað ýmsum tungum, og bókin er lofsöngur til tjáningar, fjöltyngis, þýðinga og skýringa, þó að vægi óskiljanleikans sé einnig viðurkennt. Og bókin er vitaskuld megintákn verksins um leitina að merkingu. „Bækur eru ekki gerðar til þess að trúa þeim, heldur til þess að rannsaka“, svo aftur séu tilfærð orð Vilhjálms um þá lífsrannsókn sem knýr forvitna lesendur til að fletta síðum, tengjast bókinni. Í einni heimsókninni á bókasafnið fylgist Adso með munki nokkrum „fletta fornu riti þar sem blöð loddu saman af raka“; þessi „taumlausa og forvitna ást“ kemur Adso skyndilega óhuganlega fyrir sjónir, munkurinn vætir „vísifingur og þumal með tungunni til að fletta bókinni“, og þannig opnast ritið fyrir „ágangi vatns og ryks svo bókfellið myndi verpast og krukklast undir ánauðinni […].“ (174). Forgengileiki bókanna opinberast Adso þegar mannslíkaminn snertir þær, og kannski líka forgengileiki mannsins sem sækir í sjóði þeirra, leitast við að nema af þeim vísdóm og skemmtan. Það er nákvæmlega þessi snerting sem Jorge nýtir sér til að myrða með­ bræður sína. Hann kemur eitrinu fyrir á spássíum handritsins sem geymir annað bindi af skáldskaparfræði Aristótelesar, og lesendur þess finnast andaðir með svarta tungu – sem er hefðbundið tákn á ýmsum málum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.