Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 105
M e r k i n g a r l e y s a n e r h á t í ð TMM 2015 · 4 105 hlaðnir (dularfullri) merkingu: armaníakflaska veltur um koll og brotnar, fiður svífur um uppi undir lofti, útsmoginn kvennabósi gerir hosur sínar grænar, áformað er að skrifa strengjabrúðuleikrit, og aftur og aftur í gegnum alla frásögnina bregður fyrir stefinu um engilinn og hvíta litinn. Hér sem annars staðar (einkum í smásögunni „Samdrykkjan“ í Hlálegum ástum og Kveðjuvalsinum, þessum „gamansömu“ verkum sem Hátíð merkingar­ leysunnar minnir svo oft á) snýst frásögnin að stórum hluta um samtöl milli vina og draumóra, sem eru tilefni fyrir persónurnar (og „meistara þeirra sem bjó þær til“) til að slá fram allskyns kenningum, stórum og smáum, sem allar eru hver annarri furðulegri og dásamlegri, þar sem engin leið er að gera greinarmun á alvöru og gríni, sannleika og brandara. Dæmi: hugleiðingar Alains um það sem er kynæsandi við nafla kvenna (og út úr þeim sprettur síðan heilmikil sýn á mannkynið í formi kaflans um „Tréð hennar Evu“); vangaveltur þessa sama Alains um einkenni „afsakaranna“; „kennslustundir“ Ramons (þess elsta í hópnum og þar af leiðandi þess málglaðasta) um endalok skopskynsins (aðdragandann að „tímabilinu eftir brandarana“), um það hvernig mismunandi aldurshópar ná ekkert að tala saman, um „endalaust gott skap“ eða, í fyrsta hlutanum og síðan þeim seinasta, um merkingarleysuna, viðfangsefnið (eða meginviðfangsefnið) sem eining skáldsögunnar hvílir á og er þar af leiðandi alltaf nálægt, jafnvel þótt það sé ekki beinlínis til umfjöllunar, því það er í kringum þetta meginefni sögunnar, viðfangsefni sem er nánast ótæmandi, sem öll hugleiðingin um mannlega tilveru byggist upp, en hún er að mati Kundera helsta ástæðan fyrir list skáldsögunnar og það eina sem réttlætir tilvist hennar. Merkingarleysan. Hvernig er hægt að skilgreina hana, ef það er yfirleitt mögulegt? Í fyrsta lagi má líta á hana sem róttæka efasemd um tungumálið og það vald sem felst í merkingu þess, nokkuð sem er lýst á magnaðan hátt í samtölunum í sjötta hlutanum þar sem saman blandast portúgalska Mariönu, franska Charles og „pakistanska“ bullið í Kalíban, eða með öðrum orðum: þar sem ekkert tengir lengur saman „táknmynd“ (orðin) og „tákn­ mið“ (hlutina). Samskonar rugl, enn tvíræðnara þó, er síðan notað í tvenns konar beitingu tungumálsins sem skáldsagnahöfundurinn er sérlega hrifinn af og þar eru mörkin oft býsna óljós: brandarinn og lygin. Krústsjov tekur ekki eftir því að Stalín skellihlær þegar hann segir söguna af rjúpunum tutt­ ugu og fjórum og sakar hann því um að hafa logið þessu. Í upphafi sögunnar hittir D’Ardelo Ramon í Lúxemborgargarðinum og lýgur að honum að hann sé kominn með krabbamein og lygi hans veldur því að einhverra hluta vegna fer hann að hlæja. Og í lokin, á þessum sama stað, er komið að Ramon að gefa D’Ardelo, til að hressa hann við, gjöf „lygi sem er fáránleg og heillandi“. Þá spyr maður sig spurningarinnar: hvaða gildi hafa orð sem menn skiptast á ef þau þýða allt og ekkert? Ef enginn getur nokkurn tímann verið viss um sannleiksgildi þeirra eða alvöru? Í víðari merkingu, heimspekilegri, er merkingarleysan líka hvarf merk­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.