Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 4
Frá ritstjóra Þá hefur annar árgangur nýs flokks Tímarits Máls og menningar göngu sína. Að vísu hafa áskrifendur enn ekki náð töfratölunni þúsund en ekki munar nema nokkrum tugum. Yfirleitt eru viðbrögð við efni góð ef marka má bréf til ritstjóra, þó olli skáld- skapargrein Eiríks Arnar Norðdahl í 3. hefti einni uppsögn. Eiríkur sagði þó ekki annað en að tími hins skorinorða ljóðs væri nú loksins kominn; það er aldagamalt stef í íslenskri bókmenntasögu sem þarf að ítreka alltaf við og við. Arndís las 3. heftið seint og taldi að tregða sín hefði eitthvað með forsíðumyndina að gera - hún var af fótboltamönnum. „Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir hátt magn íþróttaumfjöllunar í blaðinu skemmti ég mér hið besta við lestur þess, og skríkti svo eins og barn þegar fjórða heftið datt inn um bréfalúguna mína. Hver greinin á fætur annarri fjallar um mál sem brenna á mönnum ... Fantasíuútgáfan á íslensku, staða ljóðsins, óvenjumikil umfjöllun um fjölmiðla, allt er þetta svo að segja ,í deiglunni' þessa dagana.“ „Ég er ekki búin að lesa alveg síðasta eintak af tímaritinu," skrifar Dísa, „það er eins og sælgæti hjá börnum, ég maula á því hægt og rólega. Fyrst les ég ljóðin og reyni að skilja þau en það gengur misvel, þá tek ég til við það sem mér finnst mest spennandi að lesa, svo les ég ljóðin með til að skilja þau kannski, svo fer ég ítarlega í annað efni, en hægt, og ljóðin á milli svo undir það síðasta er ég farin að þekkja þau einna best.“ Frá Þorbjörgu Arnórsdóttur á Þórbergssetri barst þessi kveðja: „Aldeilis var gaman að lesa bréf Þórbergs í Tímariti Máls og menningar á dögunum, ég veltist um af hlátri og við sem þekktum Þórberg og Margréti sjáum þau birtast þarna ljóslif- andi.“ Böðvar gerði ítarlega úttekt á efni 4. heftisins í bréfi og var sérstaklega hrifinn af smásögu Guðrúnar Evu. Einnig þótti honum eins og fleirum fengur að bréfi Þór- bergs og vill fá fleiri sendibréf góðra bréfritara. „Daginn sem skipið sökk er vel skrif- aður, skemmtilegur og fræðandi þáttur. Það var svolítið gaman að lesa hann rétt eftir að ég lauk við bók Gerðar Kristnýjar,“ segir Böðvar. „Bónorð eftir Bjarna Bjarnason fannst mér vel skrifuð og athyglisverð grein á allan hátt. Fleira en augað sér eftir Dagnýju Kristjánsdóttur er ágæt grein. Dagný er alltaf svo skemmtilega ótradisjón- ell í túlkun.“ Böðvari finnst „Menningarvettvangurinn" góð nýjung en setur spurningarmerki við lengd hans í hlutfalli við aðra efnisþætti. Sama hafa fleiri nefnt eftir síðasta hefti en þar varð þessi hluti stærri en áður. Það verður fylgst með honum. Með þessu hefti er ykkur boðið að setja árgjaldið á greiðslukort. Ef þið hafið ekki sent eyðublaðið útfyllt til ritstjóra um miðjan mars fáið þið sendan greiðsluseðil eins og í fyrra. Silja Adalsteinsdóttir 2 TMM 2004 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.