Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 11
ÓPRENTAÐ KVÆÐI OG BRÉF TIL BRÓÐUR
Einu sinni hafði ég „morgenbræk“ svo allt kom upp jafn óðum áður en
ég gat fundið á mér. Þá gerði ég þessa vísu:
Hvorki eirir einn né fleiri sopar.
Ég get ekki orðið ölvaður,
ógn er maginn bölvaður!
Þessa vísu gerði ég í haust:
Líf styttist. Gröf glottir.
Gangleiður, fang breiði eg
mót henni. Fet finnast
fá ettir. Þá léttir
of-byrði af herðum.
Ótt líður, nótt bíður.
Mín dauðinn mein græðir.
Mold skýlir. Hold hvílir.
Ég hef reist mér ás um öxl með bragarháttum.
Nú er þó kominn annar febrúar og ég hef vakað í nótt. Maðurinn
bíður ferðbúinn upp að Höfða með bréf og peninga. - Fyrirgefðu nú
aftur og aftur þetta bréf, sendu mér við og við hlýja þanka eins og ég geri
þegar ég uni best hjá Bjössa og Ragnhildi. Það sem líkast er af öllu með
okkur það er blessuð barnaástin. Nú stendur maðurinn yfir mér. Vertu
sæll með konu og börnum, segjum við Ragnhildur.
Þinn elskandi bróðir Páll Ólafsson
Þórarinn Hjartarson bjó til prentunar.
í ár eru liðin hundrað ár síðan austfirska ljóðskáldið og bóndinn Páll Ólafsson
(1827-1905) lést. Vísur hans og kvæði höfðu þá lengi gengið staflaust um allt land,
en ekki kom út bók eftir hann fyrr en 1899 þegar hann var orðinn 72 ára. Bréfið er
til Jóns Ólafssonar ritstjóra, bróður Páls og fyrsta útgefanda hans. Ragnhildur var
seinni kona Páls og orti hann til hennar mörg sín fegurstu ljóð. Geta má þess að
undangengið ár, 1886, var erfitt hjá Páli og Ragnhildi því tveir af þremur sonum
þeirra dóu í ágúst, skýrir m.a. nokkuð tóninn í seinustu vísunni.
Árið 2001 kom út hljómdiskurinn Söngur riddarans þar sem Ragnhildur Ólafs-
dóttir og Þórarinn Hjartarson flytja vel á þriðja tug ljóða Páls, flest þeirra ástarljóð,
við lög eftir ýmis tónskáld. Ljóðin voru mörg úr handriti með um 500 ljóðum Páls
sem kom óvænt í leitirnar um 1970 og Þórarinn Hjartarson vinnur nú að útgáfu á.
Ritstj.
TMM 2005 ■ 1
9