Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 12
Katrín Jakobsdóttir Söguljóð borgarinnar Um borgarlandslagið í íslenskum glœpasögum Of this realisation of a great city itself as something wild and obvious the de- tective story is certainly the ‘Iliad.’ No one can have failed to notice that in these stories the hero or the investigator crosses London with something of the loneliness and liberty of a prince in a tale of elfland Árið 1902 benti glæpasagnahöfundurinn G.K. Chesterton, sem þekkt- astur er fyrir sögur sínar um séra Brown, á að glæpasagan væri söguljóð nútímamannsins. I henni væri landslag nútímans, borgarlandslagið, sett í skáldlegt samhengi. Hann taldi jafnvel að borgin væri í eðli sínu skáld- legri en sveitin þar sem hver einasta gangstéttarhella væri skilaboð frá einhverjum manni — nánast eins og póstkort vitundarinnar.2 Borgin og glæpasagan eru samofnar í eina heild: borgin býr til sögusvið glæpasög- unnar en glæpasagan ljær borginni skáldlegan blæ, skapar nýtt skáldamál og myndmál fýrir þetta nýja, manngerða landslag. Glæpasögur urðu til sem bókmenntagrein í nútímanum og uppruni þeirra er nátengdur borgarmyndun sem er annað einkenni nútímans. Borgin er í raun grundvöllur nútímalegrar sjálfsmyndar en búseta er eitt af því sem er notað til að skapa sjálfsmynd - hvort maður er „borgar- barn“ eða „sveitastelpa“.3 Um leið og stórborgir urðu til varð mýtan um borgina sem ómennsk- an stað einnig til. Þessi mýta er áberandi í verkum Charles Dickens sem skrifar um Lundúnir. í sögum á borð við Dombey and Son (1848), Bleak House (1852-1853) og OurMutual Friend (1864-1865) ersýndborg sem lýtur lögmálum viðskipta og tækni til að þjóna valdi peninga og iðnaðar en hefur þau áhrif að menn breytast; hjörtu þeirra kólna og mennskan verður einskis virði. í síðastnefndu bókinni er sagt frá persónum sem framfleyta sér með því að hirða lík úr ánni Thames. Borgarlandið er sannkallað eyðiland.4 Þýski félagsfræðingurinn Georg Simmel skrifaði um áhrif stórborga á 10 TMM 2005 ■ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.