Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 18
Katrín Jakobsdóttir ins.19 Nokkrum árum íyrr, árið 1915, hafði Jónas Jónsson frá Hriflu skrifað að framtíðarmenning íslendinga ylti á því að byggð héldist í sveitum og hlutfall gáfumanna myndi fara minnkandi ef fólk héldi áfrarn að flytjast úr sveit í þéttbýli.20 Borgin í Leyndardómum Reykjavíkur er lastabæli. Hún skemmir menn eins og Víglund og hún glepur auðtrúa sveitamenn sem fá glýju í augun af ljósadýrðinni. Nefna má Halldór Gíslason tollvörð, en glæpamenn- irnir vilja beina athygli hans frá smygli sínu og senda á hann unga vændiskonu. Halldór bregst við eins og fáfróður sveitastrákur: „... hann fann sigri hrósandi mikillæti grípa sig við þá tilhugsun, að hann væri að drekka af bikar lífsgleði og nautna stórborganna, sem hann hafði dreymt um heima í kotinu.“21 Þó að Halldór haldi að draumar hans úr kotinu séu að rætast er hugmyndafræðileg afstaða sögumanns gegn borgarsamfélag- inu svo skýr að lesandi skynjar strax að Halldór er kominn á villigötur ef hann heldur að lífsgleðin felist í sjúklegum nautnum borgarinnar. Þó að Halldór þessi sé á villigötum í lífinu er hann kominn á slóð áfengissmyglaranna, ekki síst vegna ráða föður síns sem grunar Magnús Geirsson stórkaupmann um græsku: „Þessi stóri, rauðskeggjaði skít- moksturs berserkur og göngugarpur bar alla ótrú og tortrygni hins íslenska afdala öryrkja til flibbaklæddra kaupstaðar-spjátrunga.“(75) Skíturinn verður að tákni heiðarleika hins vinnandi manns sem telur eldci eftir sér að moka skít - ólíkt spjátrungum borgarinnar sem eru hreinir á yfirborðinu og berast á, flibbaklæddir. Þrátt fýrir snyrtilegt yfirborð er borgin sóðastaður; nautnir og freist- ingar eru þar á hverju horni sem spilla mönnum og gera þá að aum- ingjum eða svindlurum. Sveitin er á allan hátt hreinni þrátt fýrir skítinn á yfirborðinu. Þar styrkjast menn og stælast af lindarvatni (ímynd hrein- leikans) við rætur jöklanna (sem eru bústaðir landvætta á borð við tröll og hrímþursa). I þessum sögum eru glæpirnir fastbundnir borgar- (ó)menningunni en sveitin er leiðin til sakleysis. Hún er Paradís þar sem ekki þarf að ræða mun góðs og ills; borgin er flókin að uppbyggingu, erf- itt er að greina hverjum er treystandi og þeim sem eru nýkomnir úr Par- adís veitist það sérlega flókið. Að flytja í borg úr sveit er dálítið eins og að vera rekinn úr Paradís - og krefst þess að maður öðlist sldlning góðs og ills og borði epli af hinu forboðna skilningstré og fóti sig þannig í borg- inni. Áróður gegn borgum er ekki nýr af nálinni en sögur Steindórs reka tvímælalaust hvað mestan áróður gegn borginni af íslenskum glæpa- sögum. Þar má sjá afgerandi andstæðu á milli sollsins í Reykjavík og hreinleika íslenskra háfjalla og afdala. Myndinni af borginni sem 16 TMM 2005 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.