Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 18
Katrín Jakobsdóttir
ins.19 Nokkrum árum íyrr, árið 1915, hafði Jónas Jónsson frá Hriflu
skrifað að framtíðarmenning íslendinga ylti á því að byggð héldist í
sveitum og hlutfall gáfumanna myndi fara minnkandi ef fólk héldi áfrarn
að flytjast úr sveit í þéttbýli.20
Borgin í Leyndardómum Reykjavíkur er lastabæli. Hún skemmir menn
eins og Víglund og hún glepur auðtrúa sveitamenn sem fá glýju í augun
af ljósadýrðinni. Nefna má Halldór Gíslason tollvörð, en glæpamenn-
irnir vilja beina athygli hans frá smygli sínu og senda á hann unga
vændiskonu. Halldór bregst við eins og fáfróður sveitastrákur: „... hann
fann sigri hrósandi mikillæti grípa sig við þá tilhugsun, að hann væri að
drekka af bikar lífsgleði og nautna stórborganna, sem hann hafði dreymt
um heima í kotinu.“21 Þó að Halldór haldi að draumar hans úr kotinu séu
að rætast er hugmyndafræðileg afstaða sögumanns gegn borgarsamfélag-
inu svo skýr að lesandi skynjar strax að Halldór er kominn á villigötur ef
hann heldur að lífsgleðin felist í sjúklegum nautnum borgarinnar.
Þó að Halldór þessi sé á villigötum í lífinu er hann kominn á slóð
áfengissmyglaranna, ekki síst vegna ráða föður síns sem grunar Magnús
Geirsson stórkaupmann um græsku: „Þessi stóri, rauðskeggjaði skít-
moksturs berserkur og göngugarpur bar alla ótrú og tortrygni hins
íslenska afdala öryrkja til flibbaklæddra kaupstaðar-spjátrunga.“(75)
Skíturinn verður að tákni heiðarleika hins vinnandi manns sem telur
eldci eftir sér að moka skít - ólíkt spjátrungum borgarinnar sem eru
hreinir á yfirborðinu og berast á, flibbaklæddir.
Þrátt fýrir snyrtilegt yfirborð er borgin sóðastaður; nautnir og freist-
ingar eru þar á hverju horni sem spilla mönnum og gera þá að aum-
ingjum eða svindlurum. Sveitin er á allan hátt hreinni þrátt fýrir skítinn
á yfirborðinu. Þar styrkjast menn og stælast af lindarvatni (ímynd hrein-
leikans) við rætur jöklanna (sem eru bústaðir landvætta á borð við tröll
og hrímþursa). I þessum sögum eru glæpirnir fastbundnir borgar-
(ó)menningunni en sveitin er leiðin til sakleysis. Hún er Paradís þar sem
ekki þarf að ræða mun góðs og ills; borgin er flókin að uppbyggingu, erf-
itt er að greina hverjum er treystandi og þeim sem eru nýkomnir úr Par-
adís veitist það sérlega flókið. Að flytja í borg úr sveit er dálítið eins og að
vera rekinn úr Paradís - og krefst þess að maður öðlist sldlning góðs og
ills og borði epli af hinu forboðna skilningstré og fóti sig þannig í borg-
inni.
Áróður gegn borgum er ekki nýr af nálinni en sögur Steindórs reka
tvímælalaust hvað mestan áróður gegn borginni af íslenskum glæpa-
sögum. Þar má sjá afgerandi andstæðu á milli sollsins í Reykjavík og
hreinleika íslenskra háfjalla og afdala. Myndinni af borginni sem
16
TMM 2005 • 1