Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 19
SÖGULJÓÐ BORGARINNAR
upplýstu og spennandi samfélagi þar sem tækifærin leynast í margmenn-
inu og ólíkir straumar renna saman og skapa sprengikraft er hafnað og
hún dæmd sem sjónhverfing; ljósadýrðin er aðeins á yfirborðinu. Reykja-
vík er frumskógur og önnur söguhetjan, Haukur Arnarr, sem einnig kall-
ast Ránfuglinn, ýtir undir þessa ímynd; til að hafa yfirsýn þarf að hefja sig
yfir kraðakið og horfa haukfránum augum niður í skógarþykknið.
Reykjavík er þó ekki einungis sögusvið; frumskógurinn Reykjavík er
nánast aðalpersóna Leyndardóma Reykjavíkur. Sögupersónur eru dýrin í
skóginum sem er myrkur, skítugur og skuggalegur.
Grunnur lagður að mýtunni um glœpaborgina
Altílagi í Reykjavík (1939) er eftir stjórnmálaleiðtogann Ólaf Friðriksson
(1886-1964) sem skrifaði undir dulnefninu Ólafur við Faxafen. í
sögunni er sagt frá þaulhugsuðu bankaráni þar sem brotist er inn í
Landsbankann við Austurstræti. Hótel Borg er þungamiðja borgarinnar
í sögunni. Þar sér sögumaðurinn Örn Ósland í fyrsta sinn Sjöfn frá Hlíðar-
húsum en hún verður ekki aðeins konan í lífi hans heldur einnig örlaga-
valdur. Undir dulnefninu Jón á Klapparstíg ræður hún Örn í vinnu og
saman fremja þau hið glæfralega bankarán. Örn fer á hverju kvöldi á
Borgina að skyggnast um eftir Sjöfn, þar hittir hann líka aðrar lykilper-
sónur en í raun eru hann og Sjöfn þær persónur sem öllu máli skipta
fyrir söguna.
Hótel Borg er nokkurs konar táknmynd borgarinnar sjálfrar, smá-
mynd af borg - þar gerast hlutirnir, þar er allt fólkið, ástin blómstrar,
menningin dafnar og glæpir eru skipulagðir, suðupottur sem getur af sér
gott og slæmt. Borgin er dregin jákvæðum dráttum almennt - hún er
ekki bæli siðspilltra svindlara heldur einmitt kraftmikill staður sem elur
af sér nútímafólk á borð við Sjöfn frá Hlíðarhúsum og Örn Ósland; fólk
sem grípur til eigin ráða og sigrast á mótlæti.
Því hefur verið haldið fram að borgin hafi allt frá byrjun þéttbýlis-
myndunar í nútímanum verið orkukerfi sem framleiði ávexti í iðnaðar-
samfélagi upplýsingar og kapítalisma. Um leið nærist borgin á náttúr-
unni, rífi hana í sig og skilji eftir sig auðn.22 í Alt í lagi í Reykjavík er kast-
ljósinu beint að ávöxtum þessa orkukerfis - ekki auðninni sem borgar-
samfélagið skapar líka. Reyndar má ekki aðeins finna jákvæða sýn á borg-
ina í sögunni heldur einnig á náttúruna. Náttúran virðist ekki verða auðn
þótt borgarsamfélagið sé kraftmikið. Borgin býður upp á annars konar líf
en náttúran. Þar er menningarlífið; þar ræða menn um fornsögur og fjar-
TMM 2005 • 1
17