Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 19
SÖGULJÓÐ BORGARINNAR upplýstu og spennandi samfélagi þar sem tækifærin leynast í margmenn- inu og ólíkir straumar renna saman og skapa sprengikraft er hafnað og hún dæmd sem sjónhverfing; ljósadýrðin er aðeins á yfirborðinu. Reykja- vík er frumskógur og önnur söguhetjan, Haukur Arnarr, sem einnig kall- ast Ránfuglinn, ýtir undir þessa ímynd; til að hafa yfirsýn þarf að hefja sig yfir kraðakið og horfa haukfránum augum niður í skógarþykknið. Reykjavík er þó ekki einungis sögusvið; frumskógurinn Reykjavík er nánast aðalpersóna Leyndardóma Reykjavíkur. Sögupersónur eru dýrin í skóginum sem er myrkur, skítugur og skuggalegur. Grunnur lagður að mýtunni um glœpaborgina Altílagi í Reykjavík (1939) er eftir stjórnmálaleiðtogann Ólaf Friðriksson (1886-1964) sem skrifaði undir dulnefninu Ólafur við Faxafen. í sögunni er sagt frá þaulhugsuðu bankaráni þar sem brotist er inn í Landsbankann við Austurstræti. Hótel Borg er þungamiðja borgarinnar í sögunni. Þar sér sögumaðurinn Örn Ósland í fyrsta sinn Sjöfn frá Hlíðar- húsum en hún verður ekki aðeins konan í lífi hans heldur einnig örlaga- valdur. Undir dulnefninu Jón á Klapparstíg ræður hún Örn í vinnu og saman fremja þau hið glæfralega bankarán. Örn fer á hverju kvöldi á Borgina að skyggnast um eftir Sjöfn, þar hittir hann líka aðrar lykilper- sónur en í raun eru hann og Sjöfn þær persónur sem öllu máli skipta fyrir söguna. Hótel Borg er nokkurs konar táknmynd borgarinnar sjálfrar, smá- mynd af borg - þar gerast hlutirnir, þar er allt fólkið, ástin blómstrar, menningin dafnar og glæpir eru skipulagðir, suðupottur sem getur af sér gott og slæmt. Borgin er dregin jákvæðum dráttum almennt - hún er ekki bæli siðspilltra svindlara heldur einmitt kraftmikill staður sem elur af sér nútímafólk á borð við Sjöfn frá Hlíðarhúsum og Örn Ósland; fólk sem grípur til eigin ráða og sigrast á mótlæti. Því hefur verið haldið fram að borgin hafi allt frá byrjun þéttbýlis- myndunar í nútímanum verið orkukerfi sem framleiði ávexti í iðnaðar- samfélagi upplýsingar og kapítalisma. Um leið nærist borgin á náttúr- unni, rífi hana í sig og skilji eftir sig auðn.22 í Alt í lagi í Reykjavík er kast- ljósinu beint að ávöxtum þessa orkukerfis - ekki auðninni sem borgar- samfélagið skapar líka. Reyndar má ekki aðeins finna jákvæða sýn á borg- ina í sögunni heldur einnig á náttúruna. Náttúran virðist ekki verða auðn þótt borgarsamfélagið sé kraftmikið. Borgin býður upp á annars konar líf en náttúran. Þar er menningarlífið; þar ræða menn um fornsögur og fjar- TMM 2005 • 1 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.