Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 25
SÖGULJÓÐ BORGARINNAIL Lind, dóttur Erlendar, sem er virkur eiturlyfjaneytandi og veitir Erlendi, og þar með lesendum, innsýn í ömurlegan heim: Eva Lind lá ofan á dýnu í greninu innan um annað fólk. Sumt var á hennar aldri en sumt miklu eldra. Húsið var opið og eina fyxirstaðan var maður, sem Erlendur hélt að væri um tvítugt og kom á móti honum í dyrunum veifandi handleggjunum.32 Vímuefnaneysla er nátengd glæpum og starfi lögreglunnar en hún er líka nátengd borginni. Þar er hægt að ástunda og íjármagna slíkan lifnað á mun auðveldari hátt en í sveitum sökum þéttbýlis, greiðari aðgangs að efnum og margra tækifæra til að komast yfir peninga á ólöglegan hátt. Athygli vekur að ekki eru raunveruleg örnefni í Sonum duftsins. Sjón- um er beint að hverfi í Reykjavík sem virðist eiga að vera þar sem Smá- íbúðahverfið, Grensásvegurinn og Háaleitið eru, en göturnar í bókinni heita t.d. Lágaleiti, Reynisgerði og Grenivegur (sem minnir óneitanlega t.d. á Háaleiti, Teigagerði og Grensásveg, götunöfn úr Smáíbúðahverf- inu). Þetta hverfi byggðist á fimmta og sjötta áratugnum (í veruleikanum og í sögunni) og snýst sagan um bekk sem lendir í skrýtinni meðferð í hverfisskólanum, Víðigerðisskóla (sem minnir á Breiðagerðisskóla). Byggðin á Grenivegi er kölluð „Grenið“ í sögunni og sagt að þar hafi aðallega búið ómenntað lágstéttarfólk sem flutt hafði úr sveit í borg. Lýst er krakkabardögum eins og þekkjast úr barnmörgum, nýbyggðum hverfum. Þeir tímar eru þó liðnir og þegar sagan gerist er hverfið stein- dautt.33 Mikil vinna er lögð í að draga upp sannfærandi borgarmynd í þessari fyrstu glæpasögu Arnaldar Indriðasonar. Leikurinn berst um alla Reykja- vík og jafnvel víðar. Einnig er tekið fram hvar helstu persónur búa. í öllum sögum Arnaldar er raunar áberandi hvernig borgin öll er nýtt sem sögusvið. Persónur ferðast mikið á milli staða, jafnvel langar vegalengdir frá einum borgarhluta til annars. Einnig kemur skýrt fram að miðbærinn er ekki endilega meira glæpahverfi en önnur hverfi. í Dauðarósum (1998) virðast glæpirnir tengjast fólki um alla borg. Athyglisvert er að þar eru aðeins notuð raunveruleg staðarnöfn, ólíkt Sonum duftsins, en því hefur verið haldið fram að raunsæ skáldsaga þurfi ávallt að gerast í raunverulegu samfélagi.34 Líklega er það heldur þröng skilgreining á raunsæi og nefna má sem dæmi glæpasögur hins sænska Hákans Nessers sem segja frá lögregluforingjanum Van Veeteren og eru mjög raunsæilegar þótt hann eigi heima í tilbúnu borginni Maardam. í Mýrinni berst leikurinn víða eins og í fyrri sögum Arnaldar. Titill sögunnar vísar í Norðurmýri en líkið finnst í steinhúsi þar að haustlagi. Haustið er notað til að leggja rökkur yfir borgina og auka óhugnað TMM 2005 • 1 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.