Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 28
Katrín Jakobsdóttir Þegar Erlendur ræðir við breskan plötusafnara kemur fram að honum finnst fortíðin lítils metin á íslandi: „Hér virðist ekki vera mikill áhugi á að varðveita neitt. Hér á allt að vera nýtt. Allt sem er gamalt er drasl.“42 Síðar kemur fram að Erlendur hlustar ekki á nýja tónlist. (118) Hann heldur dauðahaldi í fortíðina á öllum vígstöðvum vegna þess að þannig heldur hann í bróður sinn sem hann kennir sjálfum sér enn um að hafa misst. í öllum lögreglusögum Arnaldar, nema helst Dauðarósum, liggur lausnin í fjarlægri fortíð og það þarf að grafa til baka, róta í gömlum skjölum og tala við þá sem muna til að leysa málin. Þetta er samkenni glæpasagna; allar skýringar liggja eðli málsins samkvæmt í fortíð. Þessi hneigð er þó sérlega áberandi í sögum Arnaldar, t.d. í Grafarþögn þar sem líkið finnst á mörkum borgar og sveitar, þ.e. í Grafarholtinu - og reynist gamalt, svo gamalt reyndar að Sigurði Óla fínnst tilgangslaust að leysa málið: - Þetta er eins og að eltast við drauga. Við eigum aldrei eftir að hitta neitt af þessu fólki og tala við það. Þetta eru allt saman draugar í draugasögum. [...] - En langar þig ekkert að vita hver liggur þarna uppfrá með höndina upp í loftið eins og hann hafi verið grafmn lifandi? - Ég er búinn að dúsa í skítugri kjallaraholu í tvo daga og gæti ekki staðið meira á sama, sagði Sigurður Óli. Gæti ekki staðið meira á sama um allt þetta hel- vítis kjaftæði, sagði hann til áhersluauka og sleit símtalinu.(195) Hér kemur innskot sögumanns þegar Sigurður Óli endurtekur sig og bætt er við „til áhersluauka“ sem gerir Sigurð að yfirborðslegri persónu sem um leið vekur kátínu lesenda. Fyrir Sigurði Óla eru persónur morð- málsins aðeins draugar og málið því óáþreifanlegt en Erlendur stjórnast af þekkingarþrá og um leið ákveðinni fortíðarþrá. Og fortíðin er nátengd sveitinni. I Grafarþögn er lögð áhersla á hreyfingu úr sveit í borg en þó ekki á sama hátt og í Dauðarósum þar sem lýst er fólksflutningum af lands- byggðinni í borgina. f Grafarþögn verður sveitin að borg þegar farið er að byggja í sveitinni. Þetta er gert með því að segja söguna á tveimur tímasviðum. Hún hefst í Grafarholtinu, nýjasta hverfi Reykjavíkur, en þegar horfið er aftur til fortíðar er sagt frá hjónum sem búa í sumarbú- stað í Grafarholtinu sem þá tilheyrir sveitinni. Dregin er upp mynd af Reykjavík í mótun, fjallað um húsnæðisleysið á þeim tíma - hjónin þurfa að búa í sumarbústað - og einnig áhrif erlends herliðs í landinu. Eitt sinn var Grafarholtið sveit og því er lýst hvernig Mikkelína, sem ólst upp í téðum sumarbústað í holtinu, hefur 26 TMM 2005 • 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.