Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 29
SöGULJÓÐ BORGARINNAR séð Reykjavík vaxa og teygja sig fyrst upp í Breiðholtið, svo í Grafarvog- inn og loks upp í Grafarholtið (254). Margítrekað er hversu langan tíma tekur að komast upp í holtið, það virðist alltaf taka að minnsta kosti fimmtán mínútur og stundum lengri tíma.43 Þessar vegalengdir mynda samhljóm við holtið í gömlu frásögninni þar sem það er mjög afskekkt og hægt að fremja glæpi án þess að nokkrir nágrannar sjái til. „Kannski er hlaupinn ofvöxtur í borgina, sagði Erlendur.11 (28) Miðað við íbúa- fjölda er Reykjavík dreifð borg og teygir sig yfir stórt svæði. Ný úthverfi eru byggð á landi sem áður var sveit en hverfin bera þess merki - þau eru langt frá miðbænum, tiltölulega afskekkt þó að þau heyri borginni til. Erlendur orðar því vafalaust hugsun margra þegar hann talar um ofvöxt- inn í borginni. í Grafarþögn endurspeglar formgerðin sögusvið og ljær því aukinn þunga. Sagan er byggð upp sem leit nútímamanna að fortíðinni; Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg þurfa að leysa gamalt morðmál með því að setja sig inn í fortíðina, ræða við gamalt fólk og kynna sér söguna, róta í gömlum bréfum og bókum. En þessi leit nútímans að fortíðinni endurspeglast í sögusviðinu þar sem borgin er smám saman að taka yfir sveitina. Þar sem einu sinni var sveit rís nú borg sem þenst út og eltir sveitina í kringum sig. Þannig haldast tími og rúm í hendur í uppbygg- ingu sögunnar. Það er áberandi í sögum Arnaldar að hugsað er um borgina, þ.e. Reykjavík, í andstöðu við sveitina eða landsbyggðina. Enda hefur umræða um gríðarlega fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar lengi verið áberandi. Margir Reykvíkingar eiga ættir að rekja út á land - foreldra eða afa og ömmur - og mætti ætla að tengsl borgarinnar við sveitina væru sterk. Því er vart hægt að tala um Reykja- vík án þess að tala líka um sveitina. Arnaldur fjallar um flutninga úr sveit í borg á nýjum grundvelli með því að fella það inn í formgerð glæpasög- unnar. ftalski arkitektinn Aldo Rossi hefur skilgreint borgina sem sameigin- lega minningu íbúa sinna. í hugmyndinni um borgina renni fortíð og framtíð saman. Þannig móti hugmyndir og minningar manna á hverjum tíma borgina en um leið móti borgin mennina.44 Reykjavík í sögum Arn- aldar er fundarstaður þar sem fortíð og framtíð mætast; borg og sveit - og um leið fundarstaður íbúanna sem þurfa að glíma við þessar sömu andstæður í sköpun sjálfsmyndar sinnar. Reykjavík mótar hugmynd íbú- anna um sveitina en um leið mótar minning Reykvíkinga um sveitina borgina - kannski er Reykjavík tiltölulega strjálbýl vegna þess að íbúarnir hafa þörf fyrir að halda í minninguna um sveitina. TMM 2005 • I 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.