Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 40
Bergljót Jónsdóttir vera með í að gefa ungu fólki tækifæri. Sumir nýttu það vel og sigldu áfram, aðrir hurfu aftur í mannhafið. Það er notalegt að hugsa til þess að ýmsir danshópar frá Asíu sem núna eru heimsþekktir komu til Bergen sem eins fýrsta áfangastaðarins utan sinnar álfu. Það er bæði nauðsynlegt og gaman að taka stóra sjensa." Hvernig kynntist þú þessum hópum í fjarlægum löndum? „Ég er illa haldin af forvitni,“ svarar hún hlæjandi, „forvitnari en kött- urinn minn! Og ég ferðaðist víða og mikið. Las, hlustaði, horfði og spurði. Þessi níu ár var ég um það bil 80-140 daga á ferðalagi á hverju ári. En ég fór ekki um allan heim, ég hafði ekki tíma til þess. Þar sem ég ekki fór sjálf tryggði ég að ég hefði fólk sem ég þekkti og treysti. Stór hópur listamanna frá svæðum utan Evrópu kom fyrst fram í Frakklandi og þangað fór ég oft. f Asíu varð ég að láta mér nægja Japan, Kína og Tai- wan, og ég fór líka til Norður-Afríku. Ég komst ekki til Indlands eða ann- arra landa á þeim slóðum en ég hafði góða aðstoðarmenn þar, þannig að frá Indlandi komu nokkrir frábærir listamenn, tónlistarmenn og dans- arar. Þannig sótti ég listafólk hvaðanæva úr heiminum til að gefa þeim sem sóttu hátíðina kost á að njóta samvista við það. Enginn þvingar menn til að læra og gera uppgötvanir en mér fannst mikilvægt að skapa tækifæri fyrir fólk til að deila reynslu og skoðunum. Og ég er þeirrar skoðunar að listin hjálpi manni til að verða meiri og betri manneskja, kynnast sjálfum sér betur.“ Hvenær á árinu varstu yfirleitt búin að skipuleggja hátíðina? „Alltof seint,“ játar hún. „Prógrammið var alltaf kynnt í febrúar og síðasta fínpússningin átti sér oft stað um jólin. En höfuðlínurnar var ég búin að leggja tveimur til þremur árum fýrirfram þannig að á vorin þegar hátíðin var haldin var ég yfirleitt að vinna með þrjár næstu hátíðir. Þetta olli sífelldu flakki milli ára þegar ég var að tala við fólk. Ég var alltaf svo- lítið á skjön við samtímann!“ Hafðir þú regluleg samskipti við Listahátíð í Reykjavík? „Ekki regluleg, nei, en við höfðum samband, og stundum fengum við sömu listamenn og reyndum að samræma ferðir þeirra til okkar. Til dæmis kom japanski dansflokkurinn Sankai Juku bæði til Bergen og Reykjavíkur árið 2004. Það er nokkur mótsögn í því að um leið og hver listahátíð vill helst halda sínu fyrir sig og vera sem sjálfstæðust og frumlegust í efnisvali þá sækja stjórnendur þeirra of oft hugmyndir á aðrar listahátíðir. Þeir vilja vera öðruvísi en sækja samt of margir á sömu mið. Það er visst óréttlæti í því að þeir listamenn sem komast til dæmis inn á Edinborgarhátíðina eða til Avignon, þar sem listrænir stjórnendur hvaðanæva að eru með 38 TMM 2005 ■ 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.