Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 42
Bergljöt Jónsdóttir mesta áherslu á að leita sjálf að þeim listamönnum sem ég vildi bjóða til Bergen. Annars hefði ég getað setið með pöntunarlista og merkt við.“ Ég er ekki að hugsa um tilboð um atriði sem voru tilbúin til sýningar heldur tilboð frá listamönnum sem langaði til að skapa eitthvað sérstakt fyrir hátíðina ... „Já, þau tilboð tók maður miklu alvarlegar, en flest slík atriði urðu til í samræðu við listamennina. Þá kom upp hvað fólk langaði til að gera. Ég minnist eins atriðis sem var hafnað og varð þess vegna aldrei til og það finnst mér leiðinlegt núna. En ég hafði ekki efni á því. Ég hef alltaf verið upptekin af því að láta hlutina ganga upp fjárhagslega, ef þeir gera það ekki þá er ég ekki með. Mér var sagt að það væri alltaf halli öðru hverju á svona hátíð en ég sætti mig ekki við það. Ég vinn þannig að hugsunin og hugmyndirnar koma fyrst. Ég byrjaði ekki á því að segja: ég á svona mikla peninga, hvað get ég gert fyrir þá? Þess í stað byrjaði ég á því í hvert skipti að spyrja hvað ég vildi gera, athuga hvað af því ég hefði efni á að gera og reyna svo að útvega peninga fyrir því sem mér fannst absolútt verða að gera í viðbót. Ég geri ekki meira en ég veit að ég get fjármagnað. Ef ég brenn í skinninu að gera eitt- hvað þá finn ég fjármagn fyrir því. En ég verð að hafa trú á atriðinu, ann- ars get ég ekki sannfært aðra um að leggja í púkkið.“ Svartklœdd frá hvirfli til ilja Bergljót breytti ekki einungis ytri ásýnd hátíðarinnar og gerði hana að listrænu stórveldi, hátíðin varð líka fjárhagslegt stórveldi undir hennar stjórn. „Þegar ég tók við listahátíðinni í Bergen var fjárhagsáætlunin rúmar 17 milljónir norskra króna; þegar ég hætti var hún orðin um 37 milljónir norskra króna,“ segir hún, og auk þess átti hún varasjóð til að grípa til ef illa færi. Hvernig fórstu að þessu? Hverjir lögðu til þetta viðbótarfé og hvernig fékkstu þá til þess? „Eins og ég sagði þá seldi ég styrktarmönnum ákveðnar hugmyndir, en þetta var líka barátta við opinbera aðila. Allan tímann voru opinber framlög flöktandi milli 48 og 5f% af heildarfjárhagsáætluninni þannig að opinber framlög hækkuðu jafnt og þétt. Fjárframlög frá styrktarað- ilum jukust þá að sama skapi. Þetta voru stórfyrirtæki eins og Den norske bank, Statoil, Norsk Hydro, tryggingarfélög og fleiri og fleiri.“ Hvernig fannst þér að sitjafundi með peningamönnum? „Erfitt.“ 40 TMM 2005 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.