Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 50
Arndís Þórarinsdóttir
dyrnar með þvottapoka fyrir andlitinu. Hann skildi líka af hverju
hún vildi ekki gráta hjá honum, þó að honum sárnaði.
Það sem hann skildi, en skildi samt ekki, var þessi mikla sorg.
Jón hafði verið skíthæll. Hann hafði haldið framhjá henni, hann
hafði drukkið og hann hafði dópað. Hann hafði hvorki haldist í
vinnu né skóla og hafði átt það skilið að drepast fyrir eigin flónsku
á skytteríi. Svo maðurinn gat ekki annað en haldið að kannski ...
Kannski hefði konan saknað Jóns meira en hún sagði. Kannski
hefði hún elskað Jón meira en hún sagði. Að kannski ... Kannski
sæi hún effir öllu. Sæi eftir Jóni.
Heimilislífið varð smám saman eins og illa leikið Jeikrit. Samtöl
þeirra voru stirð, líkamstjáningin þvinguð. Hann skildi hana.
Hann hafði samúð með henni. Hún var konan hans - hann elskaði
hana. En einmitt þess vegna - einmitt þess vegna var svo erfitt, svo
óyfirstíganlegt að horfa á hana syrgja fyrri manninn. Jafnframt
vissi hann að hún vissi að honum leið svona og hafði samviskubit
vegna sorgarinnar. Og þá hafði hann samviskubit yfir því að leyfa
henni ekki að syrgja í friði.
Og allt kristallaðist þetta í þessari önd. Öndinni sem Jón var
nýbúinn að skjóta þegar hann dó. Öndinni sem ekkert þeirra hafði
lyst á, en þau reyndu stöðugt að borða.
Hræið tók næstum alian ísskápinn. Þau höfðu lítið unnið á því
fyrsta daginn og off eftir það hafði það verið tekið fram. Hún hafði
búið til samlokur fyrir hann og barnið í nestið. Hún hafði talað um
að gera tartalettur. En ekkert virtist vinna á óvættinni sem vofði
yfir heimilinu.
Hann hafði áttað sig á því hvað var í uppsiglingu um leið og
hann heyrði lágværa rödd prestsins nefna nafnið í forstofunni.
Heyrði orðið „voðaskot“. Heyrði orðin „þeir eru nánast vissir um
að hann Jón hafi ekki ætlað sér þetta.“ Gæsahúð hafði breiðst út
um hörund hans þegar hann heyrði prestinn segja: „Það eru víst
engir ættingjar, er það? Nema barnið? Og svo þú.“ Þá vissi hann
hvað þau áttu í vændum. Beið með opinn faðminn þegar hún gekk
aftur inn í stofuna, með öndina í Nóatúnsplastpoka.
Þá um nóttina höfðu þau haft ofsafengin kynmök..
X-
48
TMM 2005 • 1