Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 53
Líf og önd
Maðurinn sagði ekki orð þegar gulir og grænir myglublettir tóku
að myndast í fuglafitunni. Hann gerði ekki athugasemdir við það
að konan hafði ekki snert hann síðan nóttina eftir að dánartilkynn-
ingin barst. Hann vakti ekki máls á því að æ oftar hvarf konan án
þess að geta skýrt fjarvistir sínar.
Þegar þau voru bæði heima skiptust þau á að nota baðherbergið.
Hún skældi, hann létti á kynhvötinni með augun klemmd aftur.
Barnið var í áfallahjálp.
*
fbúðin lyktaði af rotnu holdi. Konan fylgdist með honum, hauk-
fránum augum, ef henni fannst hann tortryggilega nálægt
ísskápnum. Maðurinn reyndi að borða í vinnunni til þess að þurfa
sem minnst að nærast heima við. Hann tók að laumast til þess að
geyma mat á svölunum, ef ske kynni að barnið bæði hann um mat.
Þannig komst hann hjá því að opna ísskápinn.
Hann reyndi stundum að tala við konuna. Hann var ekki
vondur maður. Hann saknaði konunnar sinnar. Hann elskaði kon-
una sína og þoldi ekki að sjá hana óhamingjusama. Hann las
greinar á netinu um sorg og sorgarviðbrögð, en engin þeirra
minntist á andarhræ.
Konan hafði tekið upp á því að loka augunum og grípa fyrir
eyrun í hvert skipti sem hann reyndi að tala við hana. Hún hörfaði
undan snertingu hans. Þá sjaldan sem hún brást við umleitunum
hans öskraði hún á hann að hann skildi sig ekki og spurði hvort
hann gæti ekki einu sinni látið hana í friði.
Effir að hann hafði þurft að róa æpandi barnið, nóttina sem
Stekkjarstaur hafði farið framhjá glugganum þess án þess að skilja
nokkuð effir í skónum, tók maðurinn að sér hlutverk jólasveinsins.
Hann skrifaði barninu innilegt afsökunarbréf frá Stekkjarstaur
sem Giljagaur skildi eftir í skónum nóttina eftir, ásamt tveimur
glansandi kappakstursbílum.
Næstu vikur nýtti hann matartímann í það að ganga um mið-
bæinn í leit að hinni fullkomnu gjöf frá besta jólasveini í heimi. Stórir
Dublo kassar, fjarstýrðir bílar, leikfangabúgarðar og járnbrautarlestir.
TMM 2005 • 1
51