Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 53
Líf og önd Maðurinn sagði ekki orð þegar gulir og grænir myglublettir tóku að myndast í fuglafitunni. Hann gerði ekki athugasemdir við það að konan hafði ekki snert hann síðan nóttina eftir að dánartilkynn- ingin barst. Hann vakti ekki máls á því að æ oftar hvarf konan án þess að geta skýrt fjarvistir sínar. Þegar þau voru bæði heima skiptust þau á að nota baðherbergið. Hún skældi, hann létti á kynhvötinni með augun klemmd aftur. Barnið var í áfallahjálp. * fbúðin lyktaði af rotnu holdi. Konan fylgdist með honum, hauk- fránum augum, ef henni fannst hann tortryggilega nálægt ísskápnum. Maðurinn reyndi að borða í vinnunni til þess að þurfa sem minnst að nærast heima við. Hann tók að laumast til þess að geyma mat á svölunum, ef ske kynni að barnið bæði hann um mat. Þannig komst hann hjá því að opna ísskápinn. Hann reyndi stundum að tala við konuna. Hann var ekki vondur maður. Hann saknaði konunnar sinnar. Hann elskaði kon- una sína og þoldi ekki að sjá hana óhamingjusama. Hann las greinar á netinu um sorg og sorgarviðbrögð, en engin þeirra minntist á andarhræ. Konan hafði tekið upp á því að loka augunum og grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem hann reyndi að tala við hana. Hún hörfaði undan snertingu hans. Þá sjaldan sem hún brást við umleitunum hans öskraði hún á hann að hann skildi sig ekki og spurði hvort hann gæti ekki einu sinni látið hana í friði. Effir að hann hafði þurft að róa æpandi barnið, nóttina sem Stekkjarstaur hafði farið framhjá glugganum þess án þess að skilja nokkuð effir í skónum, tók maðurinn að sér hlutverk jólasveinsins. Hann skrifaði barninu innilegt afsökunarbréf frá Stekkjarstaur sem Giljagaur skildi eftir í skónum nóttina eftir, ásamt tveimur glansandi kappakstursbílum. Næstu vikur nýtti hann matartímann í það að ganga um mið- bæinn í leit að hinni fullkomnu gjöf frá besta jólasveini í heimi. Stórir Dublo kassar, fjarstýrðir bílar, leikfangabúgarðar og járnbrautarlestir. TMM 2005 • 1 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.