Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 56
Arndís Þórarinsdóttir hún hefði verið að búa til svo mörg dásamleg leyndarmál. Hann vissi að nú yrði allt í lagi. Hún var hans á ný. Saman þustu þau um íbúðina, skiptu um rúmföt, skreyttu stof- una og undirbjuggu eðlileg, venjuleg jól eðlilegrar, venjulegrar íjöl- skyldu. Fyrsta merkið um að ekki væri allt með felldu sást strax undir útvarpsmessunni. Þau höfðu ekki lagt í vana sinn að hlusta á útvarpsmessuna, en þetta aðfangadagskvöld sátu þau öll hljóð og sperrtu eyrun. Einhverra hluta vegna. Maðurinn hrökk við og konan ljómaði þegar dómkirkjuprestur- inn nýtti hluta predikunarinnar til þess að minnast Jóns. Þungri röddu minnti hann hlustendur á ungan eldhuga sem hafði látist skömmu fyrir jólin á voveiflegan hátt. Hann bað landsmenn alla að hafa Jón og eftirlifandi fjölskyidu hans í bænum sínum yfir hátíð- arnar. Konan virtist drjúg með sig þegar hún vafði barnið örmum og hvíslaði í eyra þess að það ætti að hlusta, það ætti að hlusta því maðurinn í útvarpinu væri að tala um pabba. Hann væri að segja öllum hvað pabbi hefði verið góður. Barnið brosti móti móður sinni sem það virtist nú hafa eignast aftur. Maðurinn sat sem steini lostinn og horfði á þau. Hann brosti varlega á móti konunni. Það hafði satt best að segja enginn mikia lyst á hangikjötinu. Þungur ilmurinn tónaði illa við stækjuna sem barst frá eldhúsinu. Barnið var að auki órólegt og hafði ekki augun af gjafastaflanum undir trénu. Frekari ugg setti að manninum þegar þau tóku að opna gjafirnar. Konan hafði vissulega ekki setið auðum höndum. Barnið fékk ekki færri en fjórar ljósmyndir í veggspjaldastærð af föður sínum. Hann var var um sig þegar hún dró fram stærsta böggulinn undir trénu og las kankvís á merkimiðann. Frá henni til hans. Hann dró til sín kassann og fletti varlega snjókarlamynstruðum gjafapappírnum utan af honum. 54 TMM 2005 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.