Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 68
Heimir Pálsson Þetta eru lokaorð fyrra bindis (annarrar bókar) verksins og þar með getur lesandi gefið sér að þau séu mikilvæg. Halldór Kiljan Laxness kunni öðrum íslenskum höfundum betur að byrja bækur sínar og ljúka þeim. En hann vill vera öruggur um að lesandi muni hvað þarna kom fram, því hann byrjar næsta bindi á samræðum bræðranna í Sumarhúsum, þar sem Helgi gengur í fótspor höfundar síns: Nonni, hefurðu tekið eftir því að sumt fólk er dáið þó það lifi? Hefurðu ekki séð það á augunum í sumu fólki sem kemur? Ég sé það strax ... Þennan dag þegar hún mamma datt oní fangið á henni ömmu, þá dó hún, hún var aldrei lifandi eftir það. Manstu ekki hvernig hún horfði á okkur um kvöldið? (1935:12-13). Hér að framan var minnst á „manninn með ljáinn“. Athyglisvert er að bera saman tvær slátranir í Sjálfstæðu fólki. Skoðum fyrst hina síðari, einmitt þegar Bjartur hefur ákveðið að skera kúna: ... Hann dró fram tvo skurðhnífa í pokatrafi og vafði utan af, lagði þá við hlið sér í rúmið, tók brýni af hillu, hrækti, brýnsluhljóðið læsti sig í dautt og lifandi ... Hann brýndi enn um stund, sleit hár úr höfði sínu og brá á eggina ... (1935:416). Berum þetta saman við það sem áður gerðist í sögunni: Hún þreifaði íyrir sér uppi undir mæniásnum í hálfbirtu morgunsins, og dró þar út undan sperru ljá Bjarts vafinn í pokadulu, vafði utan af, bar hann upp að glugganum, leit í blaðið, reyndi bit þess á hári sínu. Síðan gekk hún niður (1934:117). Nú er það Rósa sem heldur um bitjárnið, en að þessu sinni er það ekki hnífur, það er Ijár Bjarts. Hún hefur valið sér drápstólið, ljá mannsins með ljáinn!13 Þegar nú saga Guðbjarts Jónssonar er lesin í bjarmanum frá kvæði Hallgríms „Um dauðans óvissan tíma“ verður fljótt ljóst að flestir sem koma verulega nærri Bjarti, þeir deyja. Það gildir um konurnar, það gildir um börnin. Hreppstjórinn: Ég sé ekki hvað svona hokur á að þýða úr því sem komið er, tvær konur dauðar, féð dautt, börnin dauð og verra en dauð, er þetta nokkur mynd? - og þarna stendur hún Sólbjört greyið, eða hvað hún heitir, um það bil komin til aldurs, hundheiðin og óupplýst og ekki farið að hugsa til staðfestingar á þessu enn (1935:57). Sögulokin sjálf styrkja þessa tilfmningu og þá get ég ekki tekið undir þá algengu skoðun að hughvarf Bjarts eða uppgjöf bendi til sinnaskipta sem megi kallast jákvæð.14 Hann hefur að mínum skilningi gefist upp, en hann er eftir sem áður sá sem maðurinn með ljáinn fylgir, dauðagervingurinn. 66 TMM 2005 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.