Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 78
Jón Yngvi Jóhannsson
hefur lýst í viðtölum, kynnt sér undirheima Reykjavíkur allrækilega og
rætt við bæði glæpamenn og lögreglu. í sögunni er lýst umfangsmikilli
skipulagðri glæpastarfsemi með tilheyrandi ofbeldi og ofboðslegu pen-
ingaflæði. Þetta er bók með skýrt markmið. Henni er ætlað að afhjúpa
ákveðinn hluta reykvísks veruleika sem er alla jafna ósýnilegur okkur
flestum. Stefán Máni notar sér ýmis fræg glæpamál frá síðustu árum til
að gera þennan heim ennþá meira sannfærandi og bókin uppfyllir þetta
markmið sitt vel: Reykjavík verður ekki söm eftir lesturinn, maður getur
auðveldlega fyllst óöryggi og þeirri tilfinningu að borgin sem maður sér
og þekkir sé bara þunn hula yfir veruleika sem er dekkri og ískyggilegri
en maður kærir sig um að kynnast. En þótt rammi sögunnar sé semsagt
unninn með þessari nokkuð blaðamannslegu aðferð þá er sagan langt frá
því að vera skýrsla um ástand undirheima Reykjavíkur.
Eitt af því sem kvartað var yfir í ritdómum um þessa bók Stefáns Mána
var að samtölin væru ósannfærandi. í Svartur á leik ganga reykvískir
smáglæpamenn um og tala eins og persónur í klassísku leikriti, halda
langar einræður og setja sjálfa sig í samhengi sem fremur er ættað úr goð-
sögum en glæpasögum. Ef aðeins er beitt mælikvarða raunsæis er þetta
vissulega ankannalegt, en markmið Stefáns er ekki einungis að skrifa
skáldsögu sem lýsir ákveðnum kima í íslensku samfélagi heldur líka að
skrifa metnaðarfulla skáldsögu um ofbeldið og glæpina sem lífsmáta -
firrtan heim fíkna og nautna. Siðferði persónanna er algerlega slitið úr
samhengi við hversdaginn og öll „eðlileg“ viðmið. Hið framandlega
tungumál þjónar þannig meðal annars þeim tilgangi að gera skilin á milli
heims sögunnar og hversdagsheimsins skarpari. Heimur sögunnar er
annar heimur þar sem önnur lögmál gilda.
Þriðja bókin sem tengist glæpum beint og kom út núna fyrir jólin er
svo Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelsson. Þar er nokkuð annað uppi
á teningnum en í bók Stefáns Mána. Glæpahugarfarið teygir anga sína
um samfélagið allt, allt upp í efstu lög valdamanna þess. Sagan er lykil-
saga og sérstaklega framan af eru líkindin við ákveðna menn í íslensku
athafnalífi og stjórnmálum óþarflega ítarleg. Ein af aðalpersónunum,
Haraldur Rúriksson, er t.d. látinn þræða lífshlaup Björgólfs Guðmunds-
sonar svo nákvæmlega að maður fær á tilfinninguna að það sé megintil-
gangur sögumanns að fyrirmyndin þekkist og jafnframt að ádeila sög-
unnar beinist ekki að samfélaginu í heild eða ákveðinni þróun innan þess
heldur fyrst og fremst að ákveðnum einstaklingum og gjörðum þeirra.
Lykilsögur eiga alltaf á hættu að lenda í þeirri grylju að verða hreint
slúður og þessi ofuráhersla á nákvæma samsvörun með raunverulegum
persónum gerir að verkum að Dauðans óvissi tími verður slúðurkennd.
76
TMM 2005 • 1