Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 78
Jón Yngvi Jóhannsson hefur lýst í viðtölum, kynnt sér undirheima Reykjavíkur allrækilega og rætt við bæði glæpamenn og lögreglu. í sögunni er lýst umfangsmikilli skipulagðri glæpastarfsemi með tilheyrandi ofbeldi og ofboðslegu pen- ingaflæði. Þetta er bók með skýrt markmið. Henni er ætlað að afhjúpa ákveðinn hluta reykvísks veruleika sem er alla jafna ósýnilegur okkur flestum. Stefán Máni notar sér ýmis fræg glæpamál frá síðustu árum til að gera þennan heim ennþá meira sannfærandi og bókin uppfyllir þetta markmið sitt vel: Reykjavík verður ekki söm eftir lesturinn, maður getur auðveldlega fyllst óöryggi og þeirri tilfinningu að borgin sem maður sér og þekkir sé bara þunn hula yfir veruleika sem er dekkri og ískyggilegri en maður kærir sig um að kynnast. En þótt rammi sögunnar sé semsagt unninn með þessari nokkuð blaðamannslegu aðferð þá er sagan langt frá því að vera skýrsla um ástand undirheima Reykjavíkur. Eitt af því sem kvartað var yfir í ritdómum um þessa bók Stefáns Mána var að samtölin væru ósannfærandi. í Svartur á leik ganga reykvískir smáglæpamenn um og tala eins og persónur í klassísku leikriti, halda langar einræður og setja sjálfa sig í samhengi sem fremur er ættað úr goð- sögum en glæpasögum. Ef aðeins er beitt mælikvarða raunsæis er þetta vissulega ankannalegt, en markmið Stefáns er ekki einungis að skrifa skáldsögu sem lýsir ákveðnum kima í íslensku samfélagi heldur líka að skrifa metnaðarfulla skáldsögu um ofbeldið og glæpina sem lífsmáta - firrtan heim fíkna og nautna. Siðferði persónanna er algerlega slitið úr samhengi við hversdaginn og öll „eðlileg“ viðmið. Hið framandlega tungumál þjónar þannig meðal annars þeim tilgangi að gera skilin á milli heims sögunnar og hversdagsheimsins skarpari. Heimur sögunnar er annar heimur þar sem önnur lögmál gilda. Þriðja bókin sem tengist glæpum beint og kom út núna fyrir jólin er svo Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelsson. Þar er nokkuð annað uppi á teningnum en í bók Stefáns Mána. Glæpahugarfarið teygir anga sína um samfélagið allt, allt upp í efstu lög valdamanna þess. Sagan er lykil- saga og sérstaklega framan af eru líkindin við ákveðna menn í íslensku athafnalífi og stjórnmálum óþarflega ítarleg. Ein af aðalpersónunum, Haraldur Rúriksson, er t.d. látinn þræða lífshlaup Björgólfs Guðmunds- sonar svo nákvæmlega að maður fær á tilfinninguna að það sé megintil- gangur sögumanns að fyrirmyndin þekkist og jafnframt að ádeila sög- unnar beinist ekki að samfélaginu í heild eða ákveðinni þróun innan þess heldur fyrst og fremst að ákveðnum einstaklingum og gjörðum þeirra. Lykilsögur eiga alltaf á hættu að lenda í þeirri grylju að verða hreint slúður og þessi ofuráhersla á nákvæma samsvörun með raunverulegum persónum gerir að verkum að Dauðans óvissi tími verður slúðurkennd. 76 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.