Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 89
Menningarvettvangurinn Silja Aðalsteinsdóttir Á líðandi stund Ég veit ekki hvort aðdáendur Guðföður-bíómyndanna vita af því að út er kornin ný bók um þessa einkennilega heillandi glæpafjölskyldu þó að höfundur fyrri bókanna, Mario Puzo, sé látinn fyrir fimm árum og 35 ár séu síðan The Godfather kom út. Nýju bókina skrifar Mark Winegardner og hún fýllir upp í tómið milli tveggja fyrstu bókanna og bíómyndanna, segir frá viðburðum áranna 1955-1962. Samkvæmt umsögn í Weekendavisen var bókin pöntuð af Random House forlaginu í samvinnu við erfmgja Puzos, enda heitir bókin því flókna nafni Mario Puzo ‘s The Godfather - The Lost Years. Forlagið auglýsti eftir höfundi til að taka verkið að sér og gárungarnir spurðu forvitnir hvort næst yrði kannski skrifað framhald af Mósebókunum. Mark Winegardner varð fýrir valinu af því hann hafði áður gefið út rómaðar skáldsögur þar sem lýst var ítarlega atburðum og andrúmslofti í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum. Gagnrýnand- inn Joakim Jakobsen segir fullum fetum að Winegardner sé miklu betri höf- undur en Puzo og bókin sé framúrskarandi afþreying, enda taki Winegardner meira mið af bíómyndum Francis Ford Coppola en bókum Puzos. Saknað Sú bók nýliðins árs sem hafði dýpst áhrif á mig var hvorki skáldsaga né ljóðabók heldur sjálfsævisögulega frásögnin Ótuktin eftir Önnu Pálínu Árnadóttur sem Salka gaf út í vor sem leið. Anna Pálína lýsir þar lífi sínu með krabbameini í rösklega fjögur ár, og aðeins fimm mánuðum effir útkomu Ótuktarinnar lagði sjúkdómurinn hana að velli, rétt rúmlega fertuga konu. Útför hennar frá Hall- grímskirkju þann 8. nóvember sl. var í senn fjölmennasta og fegursta athöfn sem ég hef verið við á þeim stað. Anna Pálína segir frá gangi mála, staðreyndum og hugleiðingum sínum, og lesandi fær á tilfinninguna að hún dragi ekkert undan. Það hlýtur að hafa verið þungbært að skrifa þessa bók, játa ósigrana, vanlíðunina, geðsveiflurnar, en hún veit að aðeins einlægni gerir fullt gagn. Það er óhugnanlegt að lesa um það hvernig hún fer hvað eftir annað í rannsókn á Leitarstöðina en ekkert finnst að henni. Er þá svona lítið að marka þessar rútínurannsóknir? Það snertir lesanda djúpt hvernig hún tekur niðurstöðum og ákveður að hún hafi pantað „þetta námskeið“ sjálf til að hún hafi örugglega gagn af því. Við lærum ekkert af því að TMM 2005 • 1 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.