Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 90
Menningarvettvangurinn
líta á uppákomur í lífi okkar sem
hrekki örlaganna, en: „Ef við erum
vakandi og móttækileg þá lærum
við mikið og verðum betri mann-
eskjur á eftir.“
Skipulagðar breytingar hennar á
lífsháttum sínum ættu að höfða til
okkar allra þótt ekki séum við veik
- að læra að finna heilbrigðið
streyma um sig; að ganga sér til
orkuöflunar, ekki síst niður að sjó
sem fyllir mann krafti; að leyfa sér
að hverfa inn í annan heim í djúpri
hugleiðslu; að minnast þess að ótt-
inn sýgur úr manni orkuna: „Þetta
er mitt líf og ég ætla að velja að vera
ekki hrædd. Ég ætla að vera ég sjálf
og lifa mínu lífi á minn hátt. í gleði
og bjartsýni, af því að ég er svo
mikið svoleiðis!“ Hvernig hún
ákveður að nota ekki hárkollu
heldur lifa sköllóttri tilveru - og
margir muna hvað hún var ótrúlega
flott með sitt glæsilega höfuðlag á
tímabili skallans.
En bjartsýnin verður stundum
að láta undan síga fýrir einmana-
leikanum, þunglyndinu og þjáningunni í erfiðum meðferðum, hverri á fætur
annarri. Lesandi skilur bara ekki hvernig hægt er að komast í gegnum þetta án
þess að sturlast. Það sem hjálpaði Önnu Pálínu var einmitt vitið, lestur góðra
bóka og umhugsunin um það sem þar stóð, vitsmunalegu tilraunirnar til að ráða
niðurlögum óvinarins mesta, þunglyndisins, sem að lokum tókst með ást:
„„Elskið óvin yðar,“ sagði vitur maður einu sinni. Er hægt að gera það í raun og
veru?“ spyr Anna Pálína, og það verður stærsti sigur hennar þegar hún sann-
reynir að það er hægt að breyta hatri í ást.
Önnu Pálínu er sárt saknað sem skemmtilegs þáttagerðarmanns í útvarpi en
þó fýrst og fremst sem yndislegrar söngkonu og manneskju. Engum sem sótti
tónleika hennar - ég tala nú ekki um barnatónleika þeirra hjóna, hennar og
Aðalsteins Ásbergs - gleymist einstaklega frjálsleg framkoman, bjart brosið og
aðlaðandi röddin. Á síðustu mánuðum ævi sinnar vann hún svo sitt mesta list-
ræna stórvirki þegar hún söng forna sagnadansa inn á plötu ásamt sænska þjóð-
lagatríóinu Draupner. Bæði syngur hún þessa heillandi texta við þjóðlög og lög
sem þau Aðalsteinn Ásberg sömdu við þá. Vésteinn Ólason prófessor og sér-
fræðingur í sagnadönsum skrifar formála að textabæklingi þar sem allir textar
Anna Pálína Árnadóttir - snjall lista-
maður og sönn hetja.
88
TMM 2005 • 1