Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 92
Menningarvettvangurinn Apríllinn fnæsir sem fælinn hestur falinn í kálgörðum Hörpu. Önd mín er frjáls eins og útlendur prestur, því önd mín fagnar í voninni um herbergi með loftræstingu fyrir einhleypan í Pueblo de Nuestra Senora la Reina de los Angeles de Porcion- cula, Cal. Þess má geta til gamans að Vilborg og Eiríkur Örn voru valin fulltrúar íslenskrar ljóðlistar í austurríska tímaritinu Lichtungen í stóru hátíðarhefti á 25 ára afmæli þess. Lichtungen er það ljóðatímarit á þýsku sem víðast fer. „Hatur og ananas" mun birtast þýtt á þýsku í bókinni Islcindische Liehesgedichte. Enn afíslenskri menningarkynningu í Frakklandi Margrét Elísabet Ólafsdóttir skrifaði grein um íslensku menningarkynninguna í Frakklandi í síðasta hefti TMM sem aðstandendur segja að hafi að nokkru leyti verið reist á röngum forsendum. Lista- og menningarviðburðirnir voru skipu- lagðir í samvinnu íslenska menntamálaráðuneytisins og Maison de Cultures de Mondes (MCM) í París fyrir hönd frönsku menningar- og utanríkisráðuneyt- anna. MCM fékk það hlutverk að finna franskar ríkisstofnanir sem vildu taka íslenska viðburði inn til sín, standa að kynningarmálum meðal annars með því að bjóða frönskum blaðamönnum til íslands og loks að vera milliliður milli íslenskra og franskra stjórnvalda. Það var því MCM sem bauð forstöðumönnum franskra stofnana til íslands svo þeir gætu valið viðburði sem féllu að starfsemi þeirra og algerlega undir áhuga og frumkvæði frönsku samstarfsaðilanna komið hvaða listamenn og viðburðir voru valdir. Hlutverk íslenska menntamálaráðu- neytisins var einkum að leiðbeina og aðstoða við þetta val. Erfitt reyndist að fá forstöðumenn frönsku stofnananna til samstarfs og því var líka leitað til einka- aðila og annarra stofnana til að fá breiðara framboð af íslenskri list og menn- ingu. Til dæmis var leitað til íjölda sýningarsala og safna í París með sýningar á íslenskri samtímalist en þau höfðu ekki áhuga að þessu sinni. Vonir standa til að auðveldara verði að vekja áhuga hjá þeim síðar af því hvað kynningin þótti takast vel. Sýningar íslenskra ljósmyndara og sýning Rúríar í Colette eru dæmi um góðan árangur í samvinnu við einkaaðila og flutningur á Hrafnagaldri í La Villette og þrennir tónleikar í Pompidou-miðstöðinni eru dæmi um velheppnað samstarf við opinberar stofnanir. Það var að frumkvæði forráðamanna listasal- arins í Sérignan að efnt var til sýningar á íslenskri samtímalist þar og hafði ekk- ert með áhuga eða stöðu íslenskrar myndlistar hjá opinberum aðilum að gera, eins og Margrét Elísabet segir í sinni grein. Aðstandendur menningarkynningarinnar eru verulega ánægðir með árang- urinn af henni og segja að aldrei hafi verið fjallað jafnmikið um ísland og íslenska menningu í frönskum fjölmiðlum og þessar vikur. Þeir taka fram að 90 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.