Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 94
Menningarvettvangurinn og Skólakór Kársness. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Bergmál verður frumflutt í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 21. maí kl. 13:30 og endurtekið í Langholtskirkju 24. maí kl. 20. Stomu Yamash’ta er fæddur árið 1947 í Kyoto og er sagður hafa breytt ímynd slagverksins. Hann hefur með sér til landsins hljóðfæri sem búið er til úr þriggja milljón ára gömlum steinum og vegur um eitt tonn. Bíóáhugamenn hafa gaman af að vita að hann samdi tónlistina við The Man who Fell to Earth eftir Nicolas Roeg. Börnin geta strax farið að hlakka til komu hins heimsþekkta franska sirkuss Cirque á Listahátíð 1. til 6. júní í samstarfi við Hátíð hafsins. Á sýningunni verða bæði sjónhverfingar og loftfimleikar, og auk þess mun Cirque starfrækja líflegan sjóræningja- og sirkusskóla fyrir börn meðan hann stendur við. Tónlistarunnendur munu ekki láta sig vanta á tónleika heimsþekktu sænsku mezzósópransöngkonunnar Arine Sofie von Otterí Háskólabíó 4. júní. Meðleik- ari hennar er Bengt Forsberg, einn besti ljóðapíanisti samtímans. Von Otter er jafnvíg á óperusöng, ljóðasöng og barokkmúsík og er ein af dáðustu söngkonum samtímans. Anne Sofie syngur aðeins einu sinni en portúgalska fado-söngkonan Mariza heldur tvenna tónleika á Listahátíð. Þeir verða í Broadway 27. og 28. maí, og Mariza kemur með fjölmenna hljómsveit með sér. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á Listahátíð verða 2. júní í Háskóla- bíói. Þar bæði stjórnar og leikur einleik á víólu Úkraínumaðurinn Yuri Bashmet, einn mesti tónlistarmaður samtímans sem hefur leikið með öllum fremstu sin- fóníuhljómsveitum heims. Miðasala á Listahátíð hefst 25. febrúar. Bœjarbíó Það er vinsælt meðal fólks sem hefur lifað töluvert lengi í veröldinni að rifja upp bíómyndir sem það sá í kvikmyndahúsunum frægu í Hafnarfírði á gullöld þeirra upp úr miðri síðustu öld. Sumir stæra sig meira að segja af því að hafa gengið til Hafnarfjarðar til að spara sér fargjald í Hafnarfjarðarstrætó! Það er alveg þess virði að taka leigubíl til Hafnarfjarðar nú á útmánuðum og í vor því Kvikmynda- safnið ætlar að venju að sýna úrvalsmyndir í Bæjarbíó. Síðustu myndir febrúarmánaðar eru þöglar, Herr Arnes pengar (Mauritz Stiller, 1919) verður sýnd 15. og 19.02 og Der letzte Mann (Friedrich Murnau, 1924) 22. og 26.02. Sú fyrri fjallar um glæpamál á 16. öld en sú seinni um hótel- þjóninn (Emil Jannings) sem missir sjálfsvirðinguna þegar hann má ekki lengur vera í einkennisbúningnum sínum. Fyrsta myndin í mars er sjálf Nashville eftir Robert Altman (1. og 5.03), ann- ars ríkir ástralski leikstjórinn Peter Weir yfir þeim mánuði. Þrjár myndir verða sýndar eftir hann, hin dularfulla Picnic at Hanging Rock (8. og 12.03), The Last Wave (15. og 19.) og loks Witness með Harrison Ford, fyrsta myndin sem Weir gerði í Bandaríkjunum (22. og 26.03). I apríl verður byrjað á Hernámsárunum hans Reynis Oddssonar (29.03, 2., 5. 92 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.