Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 94
Menningarvettvangurinn
og Skólakór Kársness. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir og organisti er Hilmar
Örn Agnarsson. Bergmál verður frumflutt í Skálholtsdómkirkju laugardaginn
21. maí kl. 13:30 og endurtekið í Langholtskirkju 24. maí kl. 20.
Stomu Yamash’ta er fæddur árið 1947 í Kyoto og er sagður hafa breytt ímynd
slagverksins. Hann hefur með sér til landsins hljóðfæri sem búið er til úr þriggja
milljón ára gömlum steinum og vegur um eitt tonn. Bíóáhugamenn hafa gaman
af að vita að hann samdi tónlistina við The Man who Fell to Earth eftir Nicolas
Roeg.
Börnin geta strax farið að hlakka til komu hins heimsþekkta franska sirkuss
Cirque á Listahátíð 1. til 6. júní í samstarfi við Hátíð hafsins. Á sýningunni verða
bæði sjónhverfingar og loftfimleikar, og auk þess mun Cirque starfrækja líflegan
sjóræningja- og sirkusskóla fyrir börn meðan hann stendur við.
Tónlistarunnendur munu ekki láta sig vanta á tónleika heimsþekktu sænsku
mezzósópransöngkonunnar Arine Sofie von Otterí Háskólabíó 4. júní. Meðleik-
ari hennar er Bengt Forsberg, einn besti ljóðapíanisti samtímans. Von Otter er
jafnvíg á óperusöng, ljóðasöng og barokkmúsík og er ein af dáðustu söngkonum
samtímans.
Anne Sofie syngur aðeins einu sinni en portúgalska fado-söngkonan Mariza
heldur tvenna tónleika á Listahátíð. Þeir verða í Broadway 27. og 28. maí, og
Mariza kemur með fjölmenna hljómsveit með sér.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á Listahátíð verða 2. júní í Háskóla-
bíói. Þar bæði stjórnar og leikur einleik á víólu Úkraínumaðurinn Yuri Bashmet,
einn mesti tónlistarmaður samtímans sem hefur leikið með öllum fremstu sin-
fóníuhljómsveitum heims. Miðasala á Listahátíð hefst 25. febrúar.
Bœjarbíó
Það er vinsælt meðal fólks sem hefur lifað töluvert lengi í veröldinni að rifja upp
bíómyndir sem það sá í kvikmyndahúsunum frægu í Hafnarfírði á gullöld þeirra
upp úr miðri síðustu öld. Sumir stæra sig meira að segja af því að hafa gengið til
Hafnarfjarðar til að spara sér fargjald í Hafnarfjarðarstrætó! Það er alveg þess
virði að taka leigubíl til Hafnarfjarðar nú á útmánuðum og í vor því Kvikmynda-
safnið ætlar að venju að sýna úrvalsmyndir í Bæjarbíó.
Síðustu myndir febrúarmánaðar eru þöglar, Herr Arnes pengar (Mauritz
Stiller, 1919) verður sýnd 15. og 19.02 og Der letzte Mann (Friedrich Murnau,
1924) 22. og 26.02. Sú fyrri fjallar um glæpamál á 16. öld en sú seinni um hótel-
þjóninn (Emil Jannings) sem missir sjálfsvirðinguna þegar hann má ekki lengur
vera í einkennisbúningnum sínum.
Fyrsta myndin í mars er sjálf Nashville eftir Robert Altman (1. og 5.03), ann-
ars ríkir ástralski leikstjórinn Peter Weir yfir þeim mánuði. Þrjár myndir verða
sýndar eftir hann, hin dularfulla Picnic at Hanging Rock (8. og 12.03), The Last
Wave (15. og 19.) og loks Witness með Harrison Ford, fyrsta myndin sem Weir
gerði í Bandaríkjunum (22. og 26.03).
I apríl verður byrjað á Hernámsárunum hans Reynis Oddssonar (29.03, 2., 5.
92
TMM 2005 • 1