Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 98
Bókmenntir Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Rótin að njólanum Hvað er á bak viðfjöllin? Tryggvi Ólafsson listmálari segir frá. Helgi Guðmundsson skráði. Mál og menning, 2004, 206 bls. Þeir sem verið hafa íslenskum myndlistarmönnum samferða, einkum og sérílagi eldri kynslóðinni, vita hve erfitt er að fá þá til að tjá sig um sjálfa sig og listina. Sérílagi um listina. „ Ef ég gæti sagt þér hvað ég væri að fara, góði minn, væri ég ekkert að mála það,“ sagði mætur myndlistarmaður eitt sinn við mig þegar honum þótti effirgrennslanir mínar ganga nærri sér. Ég skil þetta viðhorf, ekki síst eftir að ég fór að hitta fyrir unga myndlistarmenn sem fengið hafa sérstaka æfingu í að tala um viðhorf sín og verk, án þess að eiga mikla innistæðu fyrir hvoru tveggja. Það heitir markaðsetning. Og ég er ekki sammála því að umfjöllun um myndlist eigi fyrst og fremst að vera gerilsneydd samantekt um stefnur og hugmyndir, því myndverk eru vettvangur þar sem skarast fleíri heimar en okkur órar fyrir, ekki síst fysískur heimur og viðhorf manneskjunnar sem heldur utan um heila galleríið. Til að mynda skerpir það skilning okkar á listinni og tíðarandanum á hverjum tíma að vita hvernig Einar Jónsson var inn- stilltur gagnvart starfsbræðrum sínum („lærðir fúskarar“), að Júlíana Sveins- dóttir taldi að aldrei yrði neitt úr Sigurjóni Ólafssyni („hættu þessari vitleysu") og að Gunnlaugi Scheving leiddist á stundum aðdáendur sínir („Matthías Johannessen og Árni Johnsen með gítar börðu að dyrum hjá mér um nóttina. Lést vera sofandi.“). Af sérkennilegheitum mannskepnunnar Því þótti mér fagnaðarefni þegar barst út að Helgi Guðmundsson hefði ráðist í að skrá ævisögu Tryggva Ólafssonar listmálara. Sá sem setið hefur yfir nokkrum öllurum með Tryggva úti í Kaupinhafn og hlustað á uppsafnaðar reynslusögur hans af mönnum og mórum, kryddaðar sögulegum fróðleik, tilvísunum í myndlist og myndlistarskrif að fornu og nýju, einnig í bókmenntir, jassmúsík og kvikmyndir, og fylgst um leið með fasi sögumannsins og tónbrigðum raddar- innar, margskonar brosviprum og sívökulum og síhvimandi augunum, hefur öðlast hlutdeild í eins manns „saloni“ upp á franskan máta. Vissulega er ekki töluð nein tæpitunga á þeim fundum, en hún beinist ekki síður að sögumann- inum sjálfum en öðrum listamönnum og listrænu og pólitísku ástandi á Vestur- löndum á hverjum tíma. Og meðfylgjandi ýkjur mundu flokkast undir það sem stundum er nefnt „skáldlegt svigrúm“. En grunntónninn í þessum frásögnum er 96 TMM 2005 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.