Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 113
Leiklist Helga Vala Helgadóttir Öxin og vindarnir Þjóðleikhúsið: Öxin ogjörðin. Leikgerð skáldsögu Ólafs Gunnarssonar. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Lerkfélag Reykjavíkur: Híbýli vindanna. Leikgerð skáldsögu Böðvars Guðmundssonar. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Lesi maður góða bók langar mann til að segja öllum frá henni. Einhverjir fá líka þá hugmynd að gera eitthvað fleira við sögu þá sem bókin geymir. Stóru leikhúsin í höfuðborginni, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið, veðjuðu á nýleg skáldverk þegar kom að stórum sýningum leikársins. Öxin ogjörðin, jólaleikrit Þjóðleikhúss- ins, er leikgerð Hilmars Jónssonar leikstjóra á skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, og Híbýli vindanna er leikgerð Bjarna Jónssonar, Þórhildar Þorleifsdóttur leikstjóra, Vytautas Narbutas og leikhópsins í Borgarleikhúsinu á samnefhdri bók Böðvars Guðmundssonar. Hvort tveggja eru ritverk sem hafa fangað íslenska lesendur og notið mikillar athygli. En stundum er betur heima setið en af stað haldið. Það þarfnast mikillar yfirlegu að koma skáldsögu á svið. Ekki er nóg að ætla sér að koma góðri bók áleiðis, það verður að hafa ákveðna stefnu; höfundur leikgerðar verður að ákveða hvaða sögu hann vill segja því hann hefur í flestum tilfellum ein- ungis eina kvöldstund til stefnu og eigi að verða úr því ein heildstæð leiksýning þá gengur ekki að ætla sér að segja alla skáldsöguna. Effir báðar þessar leiksýningar situr áhorfandinn og finnst hann hafa verið á skyggnusýningu. í báðum tilfellum er fallið í þá gryfju að vilja segja alla söguna án þess að staldra við persónurnar. Löngunin til að segja ffá bókinni verður yfirsterkari lönguninni að segja sögu fólks, kynnast tilfinningum þess og löngunum, og það er miður. Öxin og jörðin nýtur þeirrar gæfu að vera sýning sem gaman er að horfa á. Henni var ekki illa varið kvöldstundinni á annan dag jóla í Þjóðleikhúsinu. Strax á fýrstu mínútum sýningarinnar vissi maður hvers kyns var. Stórsýning sem ekki myndi hræra í tilfinningum en gleðja auga og eyra. Leikritið líður áfram með fagurri tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar í flutningi Mótettukórs Hallgríms- kirkju og strengjasveitar. Það mátti vel lygna aftur augunum og hlusta eingöngu á tónlistina ef ekki hefði verið fyrir fallega umgjörð sýningarinnar. Leikmynd Grétars Reynissonar var þung og glæsileg, lausnirnar frábærar oft á tíðum og lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar átti hér stóran þátt. Búningar Þór- TMM 2005 • 1 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.