Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 119
Tónlist
Misheppnaður brandari
Þó að Sinfónían hafi á undanförnum árum sýnt íslenskri nútímatónlist minni
áhuga en efni standa til er ætíð gróska á þessum vettvangi í öðrum afkimum
íslensks tónlistarlífs og kemur það berlega í ljós á árlegri uppskeruhátíð íslenskra
tónskálda, Myrkum músíkdögum, í lok janúar og byrjun febrúar. Á síðasta ári
var sérstaklega gaman að tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur sem var
stjórnað af Paul Zukovsky. Hann var með allt sitt á hreinu eins og endranær.
Ýmsir aðrir tónleikar voru líka góðir, sérstaklega þeir sem Caputhópurinn hélt í
Listasafni íslands. Þar stjórnaði Bandaríkjamaðurinn Joel Sachs og ég held að ég
hafi aldrei heyrt Caputhópinn spila eins vel.
Persónulega eru mér þó minnisstæðari nokkur símtöl sem menningarrit-
stjórn Morgunblaðsins þurfti að þola frá bálreiðum lesendum blaðsins vegna
athugasemdar sem ég lét falla í dómi um ærslafengna og bráðskemmtilega nýárs-
tónleika Tríós Reykjavíkur, en þar sagði ég meðal annars: „... þó keyrði fyrst um
þverbak þegar undarleg kona með slöngulokka (Gunnar í dulargervi sýndist
mér) truflaði Bergþór [Pálsson söngvara] þegar hann var að tilkynna breytingu
á efnisskránni og heimtaði að fá að spila á sellóið. Bergþór leyfði það með sem-
ingi og þá upplýsti hún með skrækri röddu að hún ætlaði að flytja verk eftir
Hcab Naitsabes Nnahój. Svo útskýrði hún að það væri Jóhann Sebastian Bach
afturábak og að verkið héti Vögguvísa fýrir gamla hænu. Það samanstóð af
stefnulausu sargi og gaggi, og var ekki ósvipað sumu af því sem maður á örugg-
lega eftir að heyra á næstu Myrku músíkdögum."
Þetta var að sjálfsögðu grín en margir höfðu ekki húmor fyrir því og töldu
óviðeigandi að ég væri að dæma heila tónlistarhátíð fýrirfram.
Ég ætti hér kannski að fara að ráði Hitlers í bók Kurts Vonnegut, God Bless
You, Dr. Kevorkian. Læknir nokkur kemur Kurt tímabundið yfir móðuna miklu
þar sem hann hittir marga fræga menn. Meðal annars á hann samtal við Hitler
sem segir við hann að hann vilji að það verði reist stytta af sér á jörðinni. Undir
henni eigi að standa: „Ég biðst afsökunar."
Nú er ég auðvitað elcki að líkja mér við Hitler og ég er ekki heldur að fara fram
á að það verði reist stytta af mér, en stytta af tónlistargagnrýnanda fyrir utan
tónlistarhöllina fýrirhuguðu með afsökunarbeiðni fyrir neðan væri þó óneitan-
lega smart! Að öllu gamni slepptu (já, þetta var grín) þá biðst ég afsökunar á
þessum misheppnaða brandara um Myrka músíkdaga; ég meinti ekkert með
honum. Nema auðvitað það að sum músík er einfaldlega leiðinleg.
Fleiri tónlistargagnrýnendur
Hér fyrir ofan minntist ég á Halldór Hauksson. Halldór kom til starfa sem
gagnrýnandi Ríkisútvarpsins s.l. haust og á svipuðum tíma varð Finnur Torfi
Stefánsson tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins og Sigurður Guðjónsson tónlist-
argagnrýnandi DV. Báðir hafa þeir töluverða reynslu sem gagnrýnendur (við
Finnur og Sigurður eigum það sameiginlegt að hafa allir skrifað fyrir DV) og þó
TMM 2005 • 1
117