Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 99
Bókmenntir hann komst ekki til hennar. Þessi merkingarneisti, þetta augnablik vitundar í takmarkalausri dauðri náttúru er annað grundvallaratriði í ljóðum Jónasar. Stundirnar í mörgum ljóðum Jónasar er lífið svo hverfult að það er eiginlega búið áður en það byrjar („Nú á þessum berangri" í Andartaki á jörðu), og tæplega skiptir máli hvort það er liðið eða ekki. Sjálft lífið er augnablik. Þó gerist það stundum, þegar maður er á lífi, að stundin virðist svo fulikomin að það er erfitt að ímynda sér að hún taki enda. Þá er reynt að halda í hana með pennanum eins og í ljóðinu „Gestabók" (í hvar endar maður?) þar sem skáldið párar í gestabók: „við komum hér/ við viljum ekkifara“ (bls. 21), og er nokkuð ljóst að eins er átt við jörðina og jarðlífið yfirleitt. Mælandinn þekkir svo vel til merkingarleys- isins að þegar hamingjan grípur hann á fullkomnu augnabliki vill hann stöðva tímann. Það tekst ekki öðruvísi en þannig að augnablikið greypist fast í minn- ið og lætur hann ekki í friði árum saman, þar til hann nær, ef hann er heppinn, að festa það á blað. Og þá fyrst upplifir hann til hlítar hamingjuna sem hann var byrjaður á þegar merkingarleysið rauf gat í stundina. Þannig er ljóðið tilraun til að varðveita þó ekki sé nema eitt og eitt augnablik úr þessu hverfula lífi sem er svo gott sem búið áður en það byrjar. Skrifin eru gegn merkingarleysi, forgengileika og gleymsku, leiðin til mannanna, tilraun til að varðveita agnarögn af heiminum. En jafnvel þessi viðleitni sér skáldið að er kómísk. I ljóðinu „Hálfs dags ævi“ úr bókinni Vasadiskó (1999) stendur skáldið yfir leiði mannveru sem hefur ekki lifað lengur en hálfan dag og sér vit í því. Hann líkir allri lífsviðleitni sinni við að fanga ljóð við eltingaleik gjamm- andi hunds við fugla. Árangurinn er í mesta lagi ein og ein fjöður, sem er þá ljóðið sem við höfum fyrir framan okkur. í augnabliksljóðum Jónasar, hvort sem þau fjalla um hið fullkomna augnablik, minningu sem ekki hverfur, augnablik sem tengir æsku og fullorðinsár, augnablik þegar öll merking hverf- ur, augnablik þar sem runnið er saman við náttúruna, dauðann, dýr eða aðra manneskju, sér maður tvíbenta afstöðu skáldsins til sjálfsins, sem er eitt af grunnatriðum í ljóðum Jónasar þó á það sé varla minnst beint. Sjálfið Vandinn er sá að í stundinni er ekki rúm til að skynja sjálfið og því verður heimurinn kannski fullkominn í augnablikinu en merkingarlítill. Til að gefa sjálfinu einhverja fyllingu er fortíðin notuð, og þá gjarnan tengd stöðum, eða eins og segir í ljóðinu „Miðbærinn er varinn“ (í hvar endar maður? bls. 35): „það bætir við mann að tengjast / löngum tíma ...“ Þegar sjálfið upplifir sig fimmþúsundára gamalt, þökk sé miklum lestri á Nietzsche, þá er kominn smá súbstans bakvið það. Þessvegna horfir skáldið oft aftur í tímann til að fylla upp í augnablikið, en það augnablik er yfirleitt löngu liðið þó því sé lýst eins og það sé að gerast, því skáldið er mörg ár að finna réttu orðin til að fanga það. TMM 2006 • 1 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.