Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 107
Bókmenntir hátta á sögusviðinu og er að auki kunnur hestamaður. Hestur kemur fyrir í heilagri ritningu sem tákn Guðs og má því segja að einnig að því leyti sé höf- undur á heimavelli við ritun sögunnar. Inn i aðalþráðinn fléttast margir atburðir og sögur fleiri persóna. Allt smell- ur það ágætlega saman. Við og við koma upp atvik þar sem höfundur nær að magna heilmikla spennu, en stundum finnst mér málin leysast of auðveldlega. Hægt hefði verið að halda lesanda á tauginni svolítið lengur. Gegnum alla söguna ganga tveir meginþættir, hestamennskan og trúin. Atli hefur alla tíð verið „elskur að hestum“ eins og amma hans segir í bréfinu (bls.30). Hann fær að nota gæðinga biskups og spreytir sig við tamningar. Víða gefur höfundur verðandi hestamönnum heilræði í frásögninni, stundum reyndar í löngum samtölum sem geta farið fyrir ofan garð og neðan hjá ungum lesanda (sjá t.d. samræður Gísla og Ara bls. 188 og áfram). Um trúmálin gildir það sama, víða er stungið inn sálmaversum og bænum, sem oft eru lagðar börnum í munn. Fólk setur allt sitt traust á Guð og gerir svo sitt besta. Orðfæri biskups í umræðum um trúmál er oft lærðra manna mál og frekar strembið, en predikun Helgu ferjukerlingar (bls 116-118) ætti að vera auðskilin öllum. Þó að Atli dvelji í góðu yfirlæti og vernduðu umhverfi hjá vinum sínum og velgjörðarmönnum minnir margt 1 sögunni á þær myrku aldir sem hún gerist á. Útilegumenn koma við sögu, galdrafárið, aftökur og fleira sem var veruleiki þessara tíma. Mannskapurinn skiptist nokkuð í tvö horn, gott fólk og göfugt og svo aðra sem sýna af sér andstyggðarframkomu, hestaþjófar þar á meðal. Þeir sem eru vel innréttaðir reyna að láta gott af sér leiða, en í baksýn vofa svört ský miskunnarleysis og harðýðgi. Nokkrar persónur eru minnisstæðari en aðrar. Gísli bróðir Helgu er utan- garðsmaður og spilar sig hálfgert viðundur. Hann hefur ratað í hroðalegar raunir sem lýst er í sögunni og furða að hann skuli verða nokkurn veginn heill aftur. Helga er líka sérstök en á annan hátt, afar ákveðin og fylgin sér. Nær- konan Gróa í Haukadal er önnur eftirminnileg kona. Hún er dálítið uppá heiminn þó guðhrædd sé. Þegar hún fer með biskupssveinum til alþingis fær hún Atla og félaga hans með sér á djammið, signir sig þó fyrst og fer með bæn- arvers um leið og hún skundar af stað (bls. 198). Almúgakonur eru reyndar dregnar skýrari dráttum í sögunni en heldri frúr. Biskupsmaddaman sést t.d. varla þó hennar sé getið. Á dögum töfra og tímaflakks í barna- og unglingabókum er nýlunda að lesa sögu sem gerist á tilteknum tíma í fortíðinni án þess að til komi nokkrar furð- ur. Enginn verður fyrir töfrum eða göldrum né fer milli heima. Þetta fólk trúir á sinn Drottin en er þó býsna nútímalegt í hugsun og háttum, sem auðveldar lesanda að nálgast efnið. Og gleði hestamannsins er líklega alltaf söm við sig. Málfar er afar vandað, kannski svolítið torskilið á stöku stað, en minnir þó nokkuð á þjóðsögur. Sagan mun skrifuð með börn og unglinga í huga og vel læsir krakkar ættu að ráða auðveldlega við hana. Hún er þó að mínu mati ekki síður fyrir fullorðna, og allra best hentar hún til að lesa upphátt fyrir alla fjöl- skylduna og ræða efnið jafnóðum. TMM 2006 ■ 1 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.