Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 118
Tónlist vakti undrun mína. Tenórinn er fyrir löngu orðinn að tákni egóistans eins og berlega kom i ljós í frábæru leikriti Guðmundar Ólafssonar í Iðnó, sem fjallaði um útbelgdan tenór og samband hans við auma píanóleikaralufsu. Að þrír slíkir einstaklingar skyldu standa saman á sviði var svo mótsagnakennt að það hlaut að kalla á einhverskonar grín. Og samt stóðu þeir saman í kjólfötum á sviðinu og sungu alvarlegir í bragði og í tilgerðarlegum stellingum aríur eftir Donizetti og Verdi og lög eftir Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns. Að sjálfsögðu virkaði músíkin ekki; útkoman var bara hlægileg, en samt ekki fyndin. Sömu sögu er að segja um illa ígrundaða tónleika Karlakórs Reykjavíkur á svipuðum tíma. Karlakórinn var vissulega frábær, en Drengjakór Reykjavíkur var alltof áberandi á dagskránni miðað við færni. Það hefði verið allt í lagi að heyra hann syngja eitt til tvö lög, en að hann skyldi leggja undir sig nánast helminginn af efnisskránni var stórfurðulegt. Ég fann að þessu í dómi mínum um tónleikana, og ekki stóð á viðbrögðum, enda viðkvæmt mál að gagnrýna börn. Formaður Foreldrafélags drengjakórs- ins kallaði mig eiturpenna og sagði meðal annars: „Jónas Sen tónlistargagn- rýnandi, píanóleikari og ekki síst píanókennari barna hefur ef til vill ekki áhuga á börnum, þykir þau jafnvel „þreytandi“. Hann á þó að vita og jafnvel muna frá sínum eigin tónlistarferli, að fáir tónlistarmenn stökkva fullskapaðir fram á listavöllinn. Tónlistin kallar á þrotlausar æfingar til margra ára og án hvatningar næst takmarkaður árangur. Það er sem betur fer fátítt að fjallað sé opinberlega um tónlistarflutning barna og ungmenna með grófu og neikvæðu orðalagi, án þess að glitti í jákvæða og uppbyggilega hvatningu ... Það ætti að vera Morgunblaðinu kappsmál að gagnrýnendur þess sem fjalla um börn og unglinga, hvort heldur er á sviði tónlistar, íþrótta eða á öðrum vettvangi, hafi auk fagþekkingar til að bera milt umburðarlyndi gagnvart mannlegu eðli viðfangsefnisins “ Vissulega hefur Halldór nokkuð til síns máls. Ég hefði sjálfsagt getað bætt inn uppörvandi setningu í grein mína. Og svo ég beri hönd fyrir höfuð Moggans þá er aldrei skrifuð þar gagnrýni um barnatónleika. Tilgangur minn var heldur ekki að ráðast á kórinn sem slíkan, en málið var bara að þetta voru OPINBERIR tónleikar sem selt var inn á og það sem ég gagnrýndi varfyrst og fremst að drengirnir skyldu hafa verið látnir syngja alltofmikið miðað við getu. Það var allt og sumt. Sem betur fer var ekki mikið um svona skrýtna söngtónleika á árinu, en ef hægt er að kalla óperusýningar söngtónleika (sem er ekki alveg sanngjarnt!) þá verð ég í þessu samhengi að minnast á draugalega leikstjórn Jamie Hayes á Toscu eftir Puccini, sem frumsýnd var í febrúar. Hayes gerði tilraun til að setja óperuna upp í anda gamalla hrollvekja á borð við Frankenstein Mary Shelley og var útkoman einhverskonar B-myndaópera sem virkaði ekki fyllilega, þó vissulega væri margt ágætlega gert. Mun öflugri var draugagangurinn í The Turn of the Screw, eða Tökin hert, eftir Benjamin Britten, en það var seinni stóra sýning íslensku óperunnar á 116 TMM 2006 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.