Heimsmynd - 01.03.1988, Side 32

Heimsmynd - 01.03.1988, Side 32
greitt mína reikninga. Á námsárunum í útlöndum þurftum við að lifa spart, og þá tamdi maður sér að hugsa um það fé sem maður hafði handa á milli. Raunar hef ég aldrei upplifað það fyrr en nú að eiga pening í buddunni um mánaðamót. Dásamleg tilfinning! Enda erum við til- tölulega nýbúin að koma okkur upp hús- næði. Á síðasta ári höfðum við til sam- ans níutíu þúsund krónur á mánuði í laun. Pað segir sig sjálft, að vitanlega þurftum við að gæta aðhalds, með þrjá unglinga í námi. Ég sé ekki neitt athuga- vert við það að borða fisk, sjálf er ég alin upp á fiski eins og öll þjóðin, því ég kem frá mannmörgu heimili. En ég spara ekki bara í mat. Ég spara líka fatainn- kaup. Föt eru fáránlega dýr hér á landi, og þess vegna tími ég sjaldan að kaupa mér föt. Ég fer helst aldrei í dýrar kjóla- búðir, fer miklu frekar á fatamarkaði eða útsölur, því maður finnur alltaf eitt- hvað sniðugt þar.“ essi síðasta athugasemd vekur upp hugleiðingar um eitt af því sem fólk vegur og metur við allar ráðherrafrúr, en það er klæðaburðurinn og opinber fram- koma. Einhvern tíma var Bryndís Schram kosin í hóp bæði best klæddu kvenna á íslandi, og einnig þeirra verst klæddu. Hún hefur mjög sérstæðan fata- stíl, og þess eru engin sjáanleg merki að hann hafi breyst með nýjum skyldum fjármálaráðherrafrúar. „Já, það er nú það, hvað hefur breyst?“ segir hún hugsi. „Meiri vinna, betri fjárráð, einhverjar opinberar skyld- ur. Raunin hefur reyndar orðið sú, að Jón Baldvin er í púlinu en ég tek að mér skemmtilegu verkin, svosem eins og veisluhöld. Þegar júgóslavneska landslið- ið var hér til dæmis um daginn, fékk ég að vita það daginn áður en þeir fóru, að ráðherrarnir skiptust á um að halda er- lendum landsliðum hóf, og nú væri kom- ið að fjármálaráðherra. Jón hafði auðvit- að engan tíma svo ég varð að sjá um að halda þeim veisluna. Ég gerði það auð- vitað með glöðu geði: fjórir tugir bráð- myndarlegra karlmanna!“ Og hún skelli- hlær. „En það reynir gífurlega á sjálfstraust- ið að standa í stjórnmálavafstri. Gagn- rýnin er miskunnarlaus og reynir á þol- rifin. Ég hef alltaf dáðst að því hve Jón er harður af sér, og held það stafi af óbil- andi sannfæringu um réttmæti þess sem hann er að gera. Ég hef ekki þetta sjálfs- traust og tek alla gagnrýni nærri mér, hvort heldur sú gagnrýni beinist að hon- um eða mér.“ Þegar hún nefnir þetta kemur annað atriði upp í hugann, en það er skapferli Bryndísar. Þeir sem hafa umgengist hana að einhveiju ráði myndu ekki þræta fyrir það að hún hafi sérstætt skap. Einhver myndi kannski segja að hún væri bráð á sér, eða hvatvís. Þegar Bryn- dís gengur á dyr, setur viðstadda hljóða. Þannig minnist greinarhöfundur þess, er hún yfirgaf árshátíð Menntaskólans á ísafirði í skyndi, eftir að hafa horft á nemendur sína grínast með líf hennar og Jóns Baldvins. Það var grín sem mörgum þótti reyndar ósmekklegt og nærgöngult, enda hvarf hún á braut, þannig að eng- um duldist hvernig henni var innan- brjósts. „Bryndís er mikil tilfinninga- vera,“ segir einn úr skylduliði hennar, „og það skýrir að mestu hvernig hún get- ur brugðist við þegar henni finnst að sér vegið.“ Hún er fjölþættur persónuleiki, blíðlynd og skapheit með ríka frelsisþrá. Hún er flökkufiðrildi í eðli sínu, segist vel geta hugsað sér að búa í ferðatösku eins og sígaunarnir. En það er margt af sem áður var. „Fyrir 8. júlí var ég sjálfs mín ráðandi - hafði það til dæmis fyrir sið að stinga af í vinnu til útlanda á sumrin - en skyndilega fann ég að ég var bundin í báða skó. Það er ekki hægt að yfirgefa mann í þeirri aðstöðu sem Jón er núna. Ég get ekki látið hann sitja eftir með búksorgirnar og áhyggjurnar af starfinu. Ég verð að gæta þess að hann taki að minnsta kosti lýsið sitt á morgn- ana! Það er ekki til í dæminu að maður geti farið í burtu sér til gamans, eins og áður.“ Einhver gæti sagt að Bleik væri brugðið, því þessi sama mann- eskja, sem varð barnshafandi tvítug, sá ekki ástæðu til að tilkynna barnsföðurnum um ástand sitt, heldur brá sér til Frakklands í nám, og sagði honum ekki hvernig komið var, fyrr en þau hittust um jól á brautarstöð í Englandi, mánuði áður en barnið fædd- ist. Jón Baldvin var þá við nám í Edin- borg, vinstrisinnaður ungur maður sem hafði að hennar sögn allt önnur áform en þau að ganga í heilagt hjónaband! „Ég ákvað bara að redda þessu, og vera ekkert að draga Jón inn í dæmið,“ segir hún. Enda sneri hann sér aftur að náminu eftir þessi jól, en Bryndís var kyrrsett heima. Hún lét það þó ekkert aftra sér frá því að halda uppi fyrri hátt- um; fara á skauta, dansa og hreyfa sig, „enda datt ég á rassinn þegar ég var komin sjö mánuði á leið, og barnið fæddist náttúrlega daginn eftir.“ Það var Aldís sem þannig kom í heim- inn, og þær mæðgur voru umsvifalaust teknar í umsjá foreldra Bryndísar. „Hún kallaði mig alltaf Bryndísi og pabba sinn Jón. Mamma tók við henni eins og sínu áttunda barni, og það var hún sem fékk móðurnafngiftina í munni Aldísar." Mánuði eftir að barnið fæddist var Bryndís aftur farin að dansa, og hún dreif sig auk þess í Háskólann til að læra frönsku. Jón sagði frá því einhverju sinni hvernig fyrsta uppeldisskyldan var lögð honum á herðar. Hann sat við eldhús- Efri: Sautján ára í Kátu ekkjunni, og staðráðin í að gerast listdans- ari. Neðri: í hlutverki Mjallhvítar með Árna Tryggvasyni og Brynju Benediktsdóttur í Þjóðleikhús- inu. Til hægri: Bryndís í alheimsfeg- urðarsamkeppninni í Hollywood 1957. „Hann var rauður þessi og fenginn að gjöf,“ segir hún. 32 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.