Heimsmynd - 01.03.1988, Page 35
„Sú gagnrýni kom upp í útvarpsráði,
að ekki væri viðeigandi að hafa eigin-
konu stjórnmálamanns sem þáttagerðar-
mann í sjónvarpi, og að því kom að ég
vissi aldrei hvort mér væri heimilt að
vinna aðra þætti en þann sem var í
vinnslu hverju sinni. Ég var þá að vísu
hætt með Stundina, en allt í einu fékk ég
öll verkefni „til reynslu“. Pegar Hrafn
Gunnlaugsson tók við starfi dagskrár-
gerðarstjóra, pantaði ég við hann viðtal
og viðraði við hann hugmyndir að nýjum
þáttum, en maðurinn virtist ekkert við
mig kannast: „Nújá, hefur þú einhvern
tfma verið með þætti í sjónvarpinu?“
spurði hann öldungis undrandi. Hann
leyfði mér náðarsamlegast að taka að
mér einn þátt . . . til reynslu auðvitað."
Hún hikar nokkur andartök. „Forráða-
menn Stöðvar tvö voru hins vegar fúsir
að nýta sér reynslu mína, og nú er ég á
samningi hjá þeim.“
En það er ekki einungis að frægðin
fjötri sjáifsákvörðunarrétt manneskjunn-
ar og sé hemill á möguleikana til að lifa
og starfa að vild. Þekkt manneskja verð-
ur einhvern veginn almenningseign, og
einnig skotspónn annarlegra hvata.
Nafnlausar upphringingar eru ein
skuggahliðin sem fjölskylda fjármálaráð-
herrans verður að búa við.
Mvað sem því líður, virðist líf
Bryndísar Schram um þessar
mundir fyrst og fremst helg-
að stjórnmálastarfi eigin-
mannsins. Hún er greinilega stolt af
manni sínum og reynsla undanfarinna
mánaða hefur auðsjáanlega sett sitt
mark á viðhorf hennar og tjáningarmáta:
hans orð verða hennar orð . . . „mitt er
þitt og þitt er mitt“ og svo framvegis.
Hún fylgir honum á flestum hans ferð-
um, tekur þátt í sigrum hans og ósigrum.
Ósigrarnir heyra ef til vill fortíðinni til,
en þó hefur harðnað á dalnum upp á
síðkastið. Fylgi Alþýðuflokksins fer
minnkandi sem stendur, og vinsældir
Jóns Baldvins sömuleiðis, ef marka má
skoðanakannanir. Sumir spá því að mat-
arskatturinn verði hans banabiti í póli-
tík.
„Mér finnst ég skynja hlutverk stjórn-
málamannsins með öðrum hætti nú en
áður. Ég skil ekki hvernig menn voga sér
að takast á við verkefni á borð við ráð-
herraembætti án þess að leggja sig alla
fram, því hvort sem menn njóta vinsælda
eða ekki, þá verður á endanum spurt um
verkin þeirra. Ég finn líka betur en áður,
hversu mikilvægt er að geta treyst mönn-
um í pólitík. Heilindi eru frumskylda
stjórnmálamannsins, en til að sýna heil-
indi verða menn að gera fleira en gott
þykir og þá er mótsögnin komin, því lífs-
von stjórnmálamanna er lýðhylli. Þetta
getur aðeins þýtt eitt: þeir freistast til að
ljúga að kjósendum sínum. Og það hefur
íslenskum stjórnmálamönnum liðist
alltof lengi.“
Hún situr hugsi um stund og
andrúmsloftið verður al-
vöruþrungið. Þegar ég virði
hana fyrir mér minnist ég
þess að hún hafði annað yfirbragð áð-
ur, á skólameistaraárunum vestur á
ísafirði. Fjörleg, tindrandi augu og
viðkvæmnislegir andlitsdrættir eru
enn á sínum stað, fasið
og stolt, en yfirbragðið þrátt fyrir
allt einhvern veginn yfirveg
aðra, kannski
Hún hefur lifað fyrir opnum
tjöldum, alla tíð. Staðið á
sviði lífsins, þar sem hún
hefur túlkað sitt hlut-
verk frammi fyrir
skaranum, lagt lífs-
starfið í lófa áhorf-
enda. Þetta hlutverk
tilheyrir henni einni, og
taki aðrir það í sínar hend-
ur verður líf hennar af-
skræming: henni fannst eld-
húsatriði áramótaskaupsins hóf-
lega sniðugt.
Það er hún sem lýtur áhorfendum
þegar tjaldið fellur, en hennar er sviðið
á meðan sýningin stendur; þar er henn-
ar útrás, hennar gleði, hennar raunir.
Kannski er líf hennar dans á rósum,
þyrniþöktum rósum. Dansarinn hættir
ekki í miðju verki þótt blæði úr fótun-
um; hann leikur sitt hlutverk til enda.
Dansinn var hennar þrá . . . □
I.