Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 35

Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 35
„Sú gagnrýni kom upp í útvarpsráði, að ekki væri viðeigandi að hafa eigin- konu stjórnmálamanns sem þáttagerðar- mann í sjónvarpi, og að því kom að ég vissi aldrei hvort mér væri heimilt að vinna aðra þætti en þann sem var í vinnslu hverju sinni. Ég var þá að vísu hætt með Stundina, en allt í einu fékk ég öll verkefni „til reynslu“. Pegar Hrafn Gunnlaugsson tók við starfi dagskrár- gerðarstjóra, pantaði ég við hann viðtal og viðraði við hann hugmyndir að nýjum þáttum, en maðurinn virtist ekkert við mig kannast: „Nújá, hefur þú einhvern tfma verið með þætti í sjónvarpinu?“ spurði hann öldungis undrandi. Hann leyfði mér náðarsamlegast að taka að mér einn þátt . . . til reynslu auðvitað." Hún hikar nokkur andartök. „Forráða- menn Stöðvar tvö voru hins vegar fúsir að nýta sér reynslu mína, og nú er ég á samningi hjá þeim.“ En það er ekki einungis að frægðin fjötri sjáifsákvörðunarrétt manneskjunn- ar og sé hemill á möguleikana til að lifa og starfa að vild. Þekkt manneskja verð- ur einhvern veginn almenningseign, og einnig skotspónn annarlegra hvata. Nafnlausar upphringingar eru ein skuggahliðin sem fjölskylda fjármálaráð- herrans verður að búa við. Mvað sem því líður, virðist líf Bryndísar Schram um þessar mundir fyrst og fremst helg- að stjórnmálastarfi eigin- mannsins. Hún er greinilega stolt af manni sínum og reynsla undanfarinna mánaða hefur auðsjáanlega sett sitt mark á viðhorf hennar og tjáningarmáta: hans orð verða hennar orð . . . „mitt er þitt og þitt er mitt“ og svo framvegis. Hún fylgir honum á flestum hans ferð- um, tekur þátt í sigrum hans og ósigrum. Ósigrarnir heyra ef til vill fortíðinni til, en þó hefur harðnað á dalnum upp á síðkastið. Fylgi Alþýðuflokksins fer minnkandi sem stendur, og vinsældir Jóns Baldvins sömuleiðis, ef marka má skoðanakannanir. Sumir spá því að mat- arskatturinn verði hans banabiti í póli- tík. „Mér finnst ég skynja hlutverk stjórn- málamannsins með öðrum hætti nú en áður. Ég skil ekki hvernig menn voga sér að takast á við verkefni á borð við ráð- herraembætti án þess að leggja sig alla fram, því hvort sem menn njóta vinsælda eða ekki, þá verður á endanum spurt um verkin þeirra. Ég finn líka betur en áður, hversu mikilvægt er að geta treyst mönn- um í pólitík. Heilindi eru frumskylda stjórnmálamannsins, en til að sýna heil- indi verða menn að gera fleira en gott þykir og þá er mótsögnin komin, því lífs- von stjórnmálamanna er lýðhylli. Þetta getur aðeins þýtt eitt: þeir freistast til að ljúga að kjósendum sínum. Og það hefur íslenskum stjórnmálamönnum liðist alltof lengi.“ Hún situr hugsi um stund og andrúmsloftið verður al- vöruþrungið. Þegar ég virði hana fyrir mér minnist ég þess að hún hafði annað yfirbragð áð- ur, á skólameistaraárunum vestur á ísafirði. Fjörleg, tindrandi augu og viðkvæmnislegir andlitsdrættir eru enn á sínum stað, fasið og stolt, en yfirbragðið þrátt fyrir allt einhvern veginn yfirveg aðra, kannski Hún hefur lifað fyrir opnum tjöldum, alla tíð. Staðið á sviði lífsins, þar sem hún hefur túlkað sitt hlut- verk frammi fyrir skaranum, lagt lífs- starfið í lófa áhorf- enda. Þetta hlutverk tilheyrir henni einni, og taki aðrir það í sínar hend- ur verður líf hennar af- skræming: henni fannst eld- húsatriði áramótaskaupsins hóf- lega sniðugt. Það er hún sem lýtur áhorfendum þegar tjaldið fellur, en hennar er sviðið á meðan sýningin stendur; þar er henn- ar útrás, hennar gleði, hennar raunir. Kannski er líf hennar dans á rósum, þyrniþöktum rósum. Dansarinn hættir ekki í miðju verki þótt blæði úr fótun- um; hann leikur sitt hlutverk til enda. Dansinn var hennar þrá . . . □ I.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.