Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 43

Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 43
Fangaklefarnir eru þröngir og dimmir, þar eru engar sameigin- legar vistaryerur fyrir fangana og vinnuaðstaöa starfsfólksins með ólíkindum. an bágborin. Við getum gengið milli her- bergja og talað saman, starfsfólkið er til- litssamt og frjálslegt . . . ekki beint eins og ég hafði gert mér í hugarlund," segir hann. Þessi orð hljóta undirtektir hinna fanganna, en einn þeirra bendir þó á að það sé ólíku saman að jafna, Skóla- vörðustígnum og Hrauninu. Ungir afbrotamenn eru innan um forherta síbrotamenn, geðsjúkir innan um andlega heilbrigða. plánunarfanga. Þeirra á meðal eru nú tveir geðsjúkir-afbrotamenn. Þótt húsnæðið á Litla-Hrauni sé að sprengja allt utan af sér, er það þó álit margra að fangelsið sé of stórt. Ekki í þeim skilningi að vanþörf sé á fangarým- um, heldur vegna þess að þar ægi öllu saman, fangarnir séu of margir í samfé- lagi hver við annan. Ungir afbrotamenn eru þar innan um forherta síbrotamenn, geðsjúkir innan um andlega heilbrigða, og aðstaða engin til að aðskilja þessa hópa eða taka tillit til mismunandi þarfa. í ráði hefur verið að taka upp svokallaða deildaskiptingu á Litla-Hrauni, í þeim tilgangi að skilja að mismunandi afbrota- menn með ólíkan feril að baki. En til þess að það megi takast, þarf að rýma hluta húsnæðisins, og við núverandi að- stæður er það óvinnandi vegur, að sögn forstöðumannsins, Gústafs Lilliendahls. En deildaskiptingin er ekki eini höfuð- verkurinn, því vinnuaðstaða, bæði starfs- manna, og ekki síst fanganna sjálfra, er fyrir neðan allar hellur. Samkvæmt gild- andi reglugerðum á vinnuskylda fang- anna að vera átta klukkustundir á dag, enda er staðurinn nefndur vinnuhæli, að minnsta kosti í símaskránni. í reynd er það þó svo, að fangarnir vinna um þrjár klukkustundir á dag, þegar best lætur. Fangarnir vinna einkum við steypufram- leiðslu; gangstéttarhellur, holsteinn og milliveggjaplötur, en ýms önnur störf falla einnig til; ræstingar, viðhald, járn- og trésmíðar, svo dæmi séu tekin. Steypuframleiðslan fer fram í gömlu fjósi á lóðinni, sem oft á tíðum er ónothæft á vetrum vegna frostkulda. Vinnuafköst Litla-Hraunsfanganna eru því að miklu leyti komin undir veðri og vindum. LITLA-HRAUN afn Litla-Hrauns hefur orðið ýmsum tamt á tungu, þegar rætt er um aðbúnaðinn í ís- lenskum fangelsum, enda húsið komið talsvert til ára sinna. Það var byggt árið 1929, en 1972 var bætt við það viðbyggingu, sem upphaflega var hugsuð sem einangrunardeild og rúmaði tíu klefa. Sú deild hefur hins vegar aldrei verið nýtt eins og upphaflega var ætlað, og er enn þann dag í dag notuð fyrir af- FANGASAMFÉLAGIÐ OG EÐLI REFSINGAR llt frá öndverðu hefur afstaða manna til refsingarinnar ver- ið með ýmsu móti. í raun má segja að grísku heimspeking- arnir Prótagóras og Platon hafi orðið fyrstir til að skilgreina eðli hennar og til- gang. í þeirra huga var refsingin nokkurs konar víti til varnaðar. Aristóteles hélt því fram að sem verknaður væri refsingin HEIMSMYND 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.