Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 46
LIF I LÆSTRI VEROLD
Hann er þrítugur Reykvíkingur, en þó með
langan afbrotaferil að baki. Hann hefur
gist flest fangelsi landsins; Kvíabryggju,
Skólavörðustíg og Litla-Hraun. Er sem stendur ný-
kominn úr afplánun sem hann segir að verði sú
síðasta. Hann virðist sjálfur sannfærður um að svo
sé, kveðst orðinn fullsaddur á refsivist innan fang-
elsisveggja, og hefur hug á að fara af landi brott.
„Ef menn ætla að losna út úr þeim vítahring sem
fangavistin og eftirköst hennar bjóða upp á, verða
þeir að skipta um umhverfi,“ segir hann, „því í
fangelsinu komast menn í kynni við sérstæðan hóp
sakamanna, og eftir að kynni hafa einu sinni tekist,
er ekki svo auðvelt að slíta þau tengsl.“
Ég fékk eitt sinn blóðeitrun, var
kominn með rauða rönd upp fyrir
olnboga, og fangavörðurinn lét sér
nægja að draga eitthvað upp úr
lyfjakassa sem hann rétti mér.
Sagði mér að bíða þar til
læknirinn kæmi næst. . .
Sjálfur hefur hann aðallega
fíkniefnabrot á sinni sakaskrá,
en einnig fjársvik og skjala-
fals. Hann ber ferilinn þó ekki
utan á sér. Andlitið er unglegt, þótt svo-
lítið hafi það látið á sjá, hann er snyrti-
legur í útliti og stilltur í fasi. Það kemur í
ljós að innan fangelsisveggjanna er hins
vegar lítið rúm fyrir snyrtimennsku og
hreinlæti.
„Meðan ég var á Hrauninu, höfðum
við einn sturtuhaus, fimmtíu og sex fang-
ar, en þegar ég fór voru sturtuhausarnir
orðnir þrír. Gólfið í sturtuklefunum var
hreinn viðbjóður, allt uppflagnað og
gróðrarstía fyrir sýkla. Enda eru fóta-
sveppir og allskyns útbrot algengasti
kvillinn sem menn verða að fást við
þarna innan veggja. Og það er ekki eins
og menn geti hlaupið til læknis þegar
þeim þóknast, því læknirinn kemur einu
sinni í viku, viðtalstíminn er aldrei aug-
lýstur, og yfirleitt missti maður af honum
út úr húsinu. Á öðrum tímum næst ekki í
lækni, þótt mikið liggi við. Sjálfur fékk
ég einu sinni blóðeitrun, var kominn
með rauða rönd upp fyrir olnboga, og
fangavörðurinn lét sér nægja að draga
eitthvað upp úr lyfjakassa sem hann rétti
mér. Sagði mér að bíða þar til læknirinn
kæmi næst. Það vildi mér til happs að ég
átti tíma hjá tannlækni daginn eftir og
fékk þá að koma við á Slysavarðstof-
unni, þar sem gert var að þessu.“
Hann tekur það hins vegar fram, að
fyrir marga skipti það ekki máli hvort
hreinlætinu sé fyrir að fara. „Þarna eru
til að mynda menn sem eiga engan sama-