Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 48

Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 48
BRAGIJÓSEFSSON Ég hafði litla matarlyst eina vikuna, en þá dró ég heilan hárlokk út úr munninum á mér, eftir að hafa stungið upp í mig feitum súpukjötsbita . . . Það má ekki kvarta undan fæðinu, þá lendir maður í einangrun. stað, fá aldrei heimsóknir, hvað þá kven- fólk, og hafa ekkert að leita. Pað besta sem þessum mönnum býðst er það sem þeir fá í fangelsinu; matur, beddi til að sofa á og sjónvarp til að horfa á. Menn þurfa ekki að hugsa eða bera ábyrgð á sjálfum sér, þeir eru vaktir klukkan átta, það er matur klukkan tólf, og svo fram- vegis.“ Hann lýsir samfélaginu þannig, að það sé örsmækkuð mynd af því sem gerist í þjóðfélaginu. „Þetta er pínulítið samfé- lag, sem er samsett af mörgum smáhóp- um ólíkra afbrotamanna. Parna innan um eru alheilbrigðir menn sem ég myndi aldrei kalla glæpamenn. Einfaldlega ógæfumenn, sem detta í það og lenda í rugli. Hins vegar eru litlir krimmar sem leita gjarna í menn sem eru þaulreyndir afbrotamenn, og fá hjá þeim háskóla- kennslu í afbrotum.14 En þrátt fyrir kynni af ýmsu tagi, er ekki þar með sagt að andrúmsloftið sé vingjarnlegt. Samstaðan milli fanga er nánast engin, að hans sögn, og stöðug vandkvæði í samskiptum þeirra við fangaverði. „Þarna innan um eru fangaverðir sem eru hreinar perlur, sannkallaðir mann- vinir, en skemmdu eplin eru líka til stað- ar. Og það eru menn sem ekki virða lág- marks mannréttindi, hlusta ekki þegar maður þarf eitthvað við þá að tala, og þar fram eftir götunum. Staðreyndin er sú, að það má afar lítið út af bera til þess að upp úr sjóði milli fangavarða og fanga, og sumir fangaverðir njóta þess hreinlega að ganga svo langt að menn missi stjórn á sér. Þegar fangi missir stjórn á sér andspænis fangaverði er hann í vondu máli, því það er fangavörð- urinn sem hefur refsivaldið, og hann skrifar skýrsluna. Það þýðir ekkert fyrir fangann að mögla, ef hallað er réttu máli, það er ekkert hlustað á slíkt. En fangarnir eiga í alls kyns persónulegum vandamálum. Margir verða fyrir því að missa konurnar sínar frá sér meðan á afplánun stendur, þeir fá bæði góðar fréttir og slæmar inn í fangelsið, og eru oft af skiljanlegum ástæðum illa undir það búnir að fást við slíka hluti meðan þeir eru innilokaðir. Þetta finna sumir fangaverðir og notfæra sér. Maður skilur ekki hugarfarið að baki, því í rauninni þarf ekki mikið að koma til móts viu fangana til að gera þá ánægða. Hlutur eins og að setja nýtt áklæði á billjarð- borðið, svo menn geti haft ofan af fyrir sér, eða að hlúa að þeirri litlu tóm- stundaaðstöðu sem er fyrir hendi, ætti ekki að kosta mikið. Nú, svo ég tali ekki um almennilegt viðmót og örlítinn skiln- ing.“ Reglurnar á Litla-Hrauni kveða á um að fangar skuli dvelja innilokaðir í klefum sínum frá klukkan hálftólf á kvöldin til klukkan átta að morgni. Séu fangar ekki komnir út úr klefum sínum og mættir til vinnu klukkan kortér yfir níu, eru þeir læstir inni allan daginn, hvort sem um veikindi er að ræða eða ekki. „Þetta notfæra margir sér í þung- lyndisköstum. Þá vilja þeir ekkert sam- neyti við aðra, og eru bara læstir inni í klefunum. Það þarf ekki nema eitt slæmt símtal til þess að menn hætti að vinna. En séu mikil brögð að þessu, enda menn í einangrun á deild A eða B. Á þeim deildum eru menn sem ekki geta unnið, sjúklingar sem eru dópaðir niður. Það er auðvitað mjög slæmt ef menn hafa ekk- ert fyrir stafni, það drepur þá niður. Þess vegna tókum við upp á því nokkrir að halda keppnismót í billjarð í tómstunda- herberginu, til að hleypa smá spenningi í menn, og það var ótrúlega mikil upplyft- ing meðan á því stóð. Menn höfðu alla vikuna til að hugsa um næstu keppni, lögðu á ráðin um hvernig þeir ætluðu nú að baka þennan eða hinn. Menn hafa gott af Slíku, því þetta var allt í góðu.“ En tómstundaaðstaðan á Litla-Hrauni er ekki stórbrotin. Það er umrætt her- bergi, og svo fótboltavöllur fyrir utan húsið, sem hann segir að hafi verið gerð- ur ofan á gömlum öskuhaugum. Þess vegna vilja sárin gróa illa. „Þar fyrir utan á klóakið það til að flæða yfir. Þá spring- ur einhver leiðsla undir vellinum, stund- um með þeim afleiðingum jafnvel, að óhroðinn vellur upp um eldhúsgólfið. Til allrar hamingju er starfsfólkið þó farið að nota sótthreinsandi efni við ræsting- arnar, sem það gerði ekki áður.“ En það er fleira að í eldhúsinu, segir hann. „Maturinn er mauksoðinn og nær- ingarsnauður. Ég skildi ekkert í því, fyrst eftir að ég kom á Hraunið, að ég steyptist allur út í bólum, sem hafði ekki gerst áður. Læknirinn áleit að það væri mataræðið, sem væri of einhæft. En við megum ekki kvarta undan matnum, það þýðir einangrun. Við eigum þess heldur framhald á bls. 113 AQ UCIKACK/IVMn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.