Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 54
BRAGIJÖSEFSSON
Ófrjósemi karla:
í helmingi tilfella
er kannski hægt
að fá hjálp.
JU, KANNSKI ERU ÞRÖNGAR
GALLABUXUR VARASAMAR
Getur verið að ófrjósemi fari
vaxandi, til dæmis vegna
þröngu gallabuxnanna sem
oftast eru í tísku? „Ekki
get ég fullyrt um það, ég hef ekki tölur
til að sýna hver þróunin er,“ segir Guð-
mundur Vikar. „Ég efa að sérstök rann-
sókn hafi verið gerð á áhrifum þröngu
gallabuxnanna á frjósemi. En þröngar
gallabuxur geta valdið því að eistun lyft-
ast um of og þá raskast hitastig þeirra,
sem er mjög viðkvæmt.
Fleira í nútíma þjóðfélagi getur bent til
vaxandi ófrjósemi. Aukning á kynsjúk-
dómatilfellum er staðreynd. Chlamydiu-
sýkingum hefur fjölgað mjög og ófrjó-
semi getur fylgt í kjölfar þess sjúkdóms
eins og flestra annarra kynsjúkdóma."
KARLMENNIRNIR ÚTUNDAN?
Hvernig er aðstaðan til með-
ferðar við ófrjósemi karla?
„Það verður að segjast eins
og er að mikið vantar upp á
að við getum sinnt karlmönnunum sem
skyldi hér á landi,“ segir Guðmundur
Vikar þungur á brún. „Þessum vanda-
málum hefur ekki verið sýndur nógu
mikill áhugi. Við höfum í rauninni
hvergi fengið inni fyrir sumar þær að-
gerðir sem gera þarf. Ég get gert smærri
aðgerðirnar á skurðstofunni okkar í
Læknahúsinu, en langir biðlistar eru á
sjúkrahúsunum og önnur tilfelli, enn
brýnni, eru hreinlega tekin fram fyrir.“
TÆKNIFRJÓVGUN: HVERS
VEGNA EKKI MITT SÆÐI?
Ameðan einföldustu aðgerðir
verða að bíða fleygir tækn-
inni fram og orð eins og
tæknifrjóvgun og jafnvel
glasabörn eru að verða sjálfsagður þáttur
í samfélaginu. Lítið mun vanta á að hægt
sé að hefja glasabarnameðferð hér á
landi, en sú aðferð hentar aðeins hluta
barnlausra hjóna. Tæknifrjóvgun hefur
verið stunduð hér á landi í allmörg ár og
lengst af hefur verið notast við sæði úr
dönskum karlmönnum. Sú leið var
reyndar lokuð á tímabili af ótta við
eyðni. „Karlmenn spyrja mig oft hvers
vegna ekki sé hægt að nota þeirra sæði.
Tæknifrjóvgun krefst þess að sæðið upp-
fylli ákveðin skilyrði og sé sérlega vel
fallið til þessarar aðgerðar. Þannig að
sæði eiginmannsins er alls ekki endilega
besti kosturinn, því menn eru jú að leita
eftir árangri."
Hver er mannlegi þátturinn í athugun
og meðferð vegna ófrjósemi karlmanna?
„Ég sé oft mikla angist," segir Guð-
mundur Vikar. „Tilfinningahliðin er
mikill hluti starfsins. Það er mjög mis-
munandi hvað menn opna sig. Oft hefur
barnleysi mjög afdrifarík áhrif á sambúð
fólks og hjónaband. Þjóðfélagslega
pressan er mjög þrúgandi. Menn eru sí-
fellt minntir á barnleysið. Þetta er
kannski enn erfiðara fyrir konurnar, því
víða eru kvennadeildir sjúkrahúsanna
við hliðina á meðgöngudeildinni. Það er
jafnvel mögulegt að streita hafi neikvæð
áhrif á möguleika hjóna til að eignast
barn. Ef samfarir eiga að takast vel
skiptir máli að sálræni þátturinn sé í
lagi.“
HÚN: TILFINNINGIN -
HANN: STOLTIÐ
Guðmundur réttir að mér ljós-
rit af grein sem upphaflega
birtist í Los Angeles Times
en þvagfæraskurðlæknar í
Bandaríkjunum sáu ástæðu til að endur-
birta í fagtímariti sínu (Urological Clin-
ics of North America, septemberhefti
1987). Þar segir meðal annars:
„Þegar hann bað mín spurði hann:
„Viltu verða móðir barnanna minna?“
Stephen Lipton fannst orðalagið róman-
tískara en vafningalaust bónorð. Arlene
Nadleman var djúpt snortin. Hún hafði
alist upp við þá tilhugsun að hún myndi
eignast sína eigin fjölskyldu.
Þau giftu sig 24. júní 1973. Eftir
tveggja ára hjónaband ákváðu þau að
eignast börn. Þau biðu. . .og biðu. . .
mánuð eftir mánuð, rannsókn eftir rann-
sókn. Arlene Lipton er nú orðin liðlega
þrítug og segir: „Ég glataði tveimur ár-
um í þrá eftir að verða móðir og þau
skildu ekkert eftir sig nema tómt fangið,
ógrædd ör, táraflóð og einmanaleika
sem ég hafði aldrei fyrr kynnst.“
„Ég átti dálítið auðveldara með að
sætta mig við þetta,“ segir Stephen, „en
maður vill gefa barninu nafn sitt og
kynnast því sem fylgir því að eiga barn.
Mér svíður barnleysið."
í þessari grein nota hjónin hvort sína
áherslu til að lýsa barnleysinu; henni
finnst hana vanta barn í fangið, hann
barn til að bera nafn sitt. Hvort hér er
um alhæfingu að ræða eða viðhorf sem á
við fleiri er vitanlega útilokað að full-
yrða. En í bókmenntum eru sömu minni
vissulega þekkt. Guðmundur Vikar
kannast við að mönnum þyki þeir minni
karlmenn ef þeir eigi ekki börn, en telur
það fyrst og fremst tengjast ótta þeirra
við að vera taldir getulausir. En hann
ítrekar að vissulega valdi barnleysið
sjálft mörgum mönnum mikilli angist.
Þess þá heldur er rétt að ítreka að
stundum er hægt að fá hjálp. En þá verð-
ur líka að leita hennar. □
54 HEIMSMYND