Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 61

Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 61
Ntsiki Biko ásamt börnum sínum, skömmu eftir dauöa Bikos. með Rússunum. Peir senda sína andófs- menn til Síberíu en við okkar til Roberts-eyju. Par er fólk einnig fangels- að án dóms og laga, rétt eins og í Suður- Afríku.“ Þú hittir P.W. Botha árið 1976, en þá var hann vamarmálaráðherra. Nú er hann orðinn forseti. Hvernig voru þau kynni? „Hann er ekki jafn mikill kynþáttahat- ari og margir aðrir stjórnarmeðlimir. Þeir eru auðvitað allir hægri öfgasinnar, en mismikið þó. Botha er aðeins minna til hægri. Hins vegar álít ég hann mjög hættulegan því hann er svo bráður. Hann getur rokið upp á nokkrum sek- úndum þannig að það verður honum til háborinnar skammar. Ég hef séð þetta einu sinni, og þá beindi hann reiði sinni að mér vegna greinar sem ég hafði skrif- að um hann. Hann beinlínis öskraði af bræði. En svo hitti ég hann fáeinum klukkustundum seinna, og þá var hann kominn í jafnvægi aftur.“ Opinber skýring á skyndilegum dauða Bikos var sú, að hann hefði svelt sig í hel í fangelsi. Ljósmyndir af Ifki hans sýna hins vegar að hann hafði verið pyntaður og barinn, og hlotið við það mikla áverka, sérstaklega á höfði. Steve Biko barðist ætíð á friðsamlegan hátt gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku. Hann var ekki hryðjuverkamaður, heldur stórbrotinn persónuleiki. Hann lét lífið fyrir að vera svartur,... og stoltur af því! maður skoðar hlutina út frá þessu sjón- arhorni. Ég skal nefna dæmi frá Suður- Afríku. Hérna í Bretlandi heyrir maður í fréttunum: „Hundruð skólabarna í Sow- eto voru myrt af lögreglunni í Suður- Afríku í gær, þegar óeirðir brutust út.“ Sama dag í Suður-Afríku myndi maður heyra: „Flóð í Colombíu og hundruð manna dóu, verkföll lama nú allt borgar- líf í Róm og jarðskjálfti varð í Kaliforníu í gær, en til allrar hamingju slasaðist eng- inn.“ Síðan í lok fréttanna: „Hópur glæpamanna hljóp um götur Soweto í gær og veittist að lögreglunni svo hún varð að verja hendur sínar." Þannig eru fréttirnar og ef maður heyrir aldrei neitt annað þá er ekki við því að búast að maður trúi öðru. Mér hefur ætíð fundist það háðulegt hvað suður-afríska stjórnin segist vera andkommúnísk, en samt á hún svo ótrúlega margt sameiginlegt Eftir að Donald Woods fór frá Suður-Afríku hefur líf hans snúist um það að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni í ræðu sem riti. Hann hefur skrifað sex bækur á þeim tíu árum sem hann hefur verið bú- settur í Bretlandi. Auk þess hefur hann ferðast stöðugt um heiminn og haldið fyrirlestra og ræður um málefni Suður- Afríku. „Aðskilnaðarstefnan virkar ekki leng- ur eins og henni var ætlað að gera,“ segir Woods. „Auðvitað er hún enn í fullu gildi, en svartir eru núna orðnir sjálf- stæðari og stoltari, þeir hafa sína eigin leiðtoga, sem þeir hlusta á, og bijóta stöðugt af sér þá fjötra sem aðskilnaðar- stefnan lagði á þá. Stefnan var hönnuð til þess að halda þeim í skefjum og láta þá halda að þeir væru annars flokks þegnar, og því ekki samboðnir hvíta manninum, nema sem þjónar hans. Hvíti maðurinn á að hafa náttúrulegt vald yfir þeim vegna vitsmuna sinna; þannig er hugmyndafræðin að baki aðskilnaðar- stefnunni. Svartir eru löngu orðnir þreyttir á þessu og búnir að sjá í gegnum þetta. Þeir eru þreyttir á að tala fyrir daufum eyrum ráðamanna. Skemmdar- verkin eru því hafin og verkföllin og óeirðirnar. Endalok aðskilnaðarstefn- unnar eru óumflýjanleg að mínu áliti. Við gætum flýtt fyrir þeim með því að beita þrýstingi utan frá og sterkum efna- hagsþvingunum. Það eina sem víst er, er að þeir svörtu munu vinna þessa baráttu því þeir eru þrjátíu milljónir á móti fimm milljónum hvítra manna.“ Við snúum talinu að kvikmyndinni Cry Freedom. „Ég er afskaplega ánægður með myndina, því með kvikmynd get ég náð til svona hundrað milljóna manna, sem mér hefur ekki tekist með bókum mín- HFIMSMYWn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.