Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 73

Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 73
 Um leið og leikarinn er farinn að vinna með sjálfan sig, þá er hann að fást við sama hlutinn hvort sem hann heitir Grotowski, Árni Pétur eða Stefán Baldursson. Hann segist þó ekki hafa látið sér bregða við þetta enda undir allt búinn, á „núllpúnkti" eins og hann kallar það. „Þegar ég byrjaði í Leiklistarskólanum var svolítið stress yfir því að ég hafði verið leiklistarkennari þarna úti. En ég hef ekki verið með neinar kenningar í gangi; um hvernig gera eigi hlutina. Ég sagði strax að ég væri ekki kominn til að segja að ég hefði nú lært þetta og hitt, allt öðruvísi hjá þessu eða hinu gúrúinu. Ég er þó búinn að vera í kringum þetta með Grotowski ansi lengi; fór 1976 til Jótlands og gerðist lærisveinn hans í gegnum Óðinleikhúsið og Eugene o Barba. Og síðast, stuttu áður en ég kom til íslands til að fara í Leiklistarskólann, var ég að vinna með einu gúrúinu í Ber- lín. En ég held ég hafi horfið við heim- komuna - stjarnan hvarf - og ég hafði ekkert á móti því.“ Varla er það hans hjartans sannfæring, að það sé í lagi fyrir leikara að hverfa? „Ég skal nefna þér dæmi. Áðan var ég á námskeiði með Úrúgvæmanni sem hef- ur unnið mikið með grímur og verið í kringum Sólarleikhúsið franska. Á nám- skeiðinu var blaðamaður sem spurði hann að því, hvort þetta með miðalda- grímurnar, comedia dell’arte og allt það, væri ekki eitthvað tengt Grotowski. Úrúgvæmaðurinn sagði bara: „Hver er það?“ Sko, málið er, að um leið og leik- ari er farinn að vinna með sjálfan sig, þá er hann að fást við sama hlutinn, hvað sem hann heitir: Grotowski, Árni Pétur, Stefán Baldursson, eða einhverju fínu nafni á stalli úti í heimi. Ég get fengið jafn mikið út úr kennara við Leiklistar- skólann hér heima eins og einhverju gúr- úi í Berlín. Ég gæti trúað því að svipað sé uppi á teningnum með þá sem stunda klassíska tónlist, hvort sem leikið er á fiðlu eða eitthvert annað hljóðfæri. Þaö ber allt að sama brunni. Kennarinn við Leiklistarskólann gat kennt mér það sem mig, vantaði: íslenskuna og að fara vel með texta.“ Margir hafa gagnrýnt inn- hverfuna sem myndast við sjálfsrannsókn leikarans; trúarflippið í kringum Grotowski og helgisiðina sem því fylgja. Árni Pétur segist hins vegar hafa mjög ríka þörf fyrir trúarflippið, sem hann segir einfaldlega það „að maður spyr sig: er Guð til eða ekki til? Leikarinn spyr sjálfan sig: hvað er ég að gera? Þótt það sé margt til í því að maður komist langt í leiklist, bara með því að fara fram á svið og leika, þá hlýtur leikarinn að hafa rétt til að spyrja sig, hvernig honum geti liðið vel í því sem hann er að gera. Áhorf- andinn fullnægir ekki öllum þörfunum. Maður vill gjarnan gera sitt besta til að skilja og skila sínu. Á íslandi er fjöldinn allur af leikurum og leikstjórum sem eru leitandi í öllu sínu starfi. Maður þarf að skilja hvers vegna staðan er eins og hún er.“ Hvernig ætli Kontrabassinn tengist trúarflippsþörf, Hót- el íslandi, textaglímu og sjálfsskoðun leikarans? Var einhver að tala um hugsjón? „Þetta er auðvitað hugsjónin! Þarna er hún! Jú, auðvitað fær leikstjórinn kaup annars staðar í augnablikinu, hann er í Vesalingunum og ég í KK-sýningunni. Fyrir utan þá útrás sem ég fæ við að dansa á Hótel íslandi, bjargast ég efna- hagslega af þeirri vinnu. Á sama hátt er fólk í auglýsingum og þess háttar. Ég hef aldrei átt eins mikið af peningum. En markmiðið er alltaf að fá sýninguna til að rúlla svona nokkurn veginn. Auðvit- að er ætlunin sú að slá í gegn. Það er draumur allra í leikistinni. En Kontrabassinn er ódýr sýning mið- að við margar aðrar, bara einn leikari. Það er hægt að sjá sýningu með öðrum augum en að borga þurfi ljós, rafmagn og hita. Þannig getur hún líka slegið í gegn. Kontrabassinn er æðislega safaríkt verk. Ég veit ekkert hvernig ég leik það, en textinn er mjög góður. Gæinn hleypur þarna á öllum tilfinningaskalanum, frá dýpstu örvæntingu og upp í björtustu drauma. Ég er þarna að fást við sjálfan mig, um leið og sá sem ég leik er að gera það sama. Ég hef nefnilega ekki fengist mikið við texta á sviði, ekki fyrr en ég kom til íslands aftur. Þótt þetta sé ein- leikur, er tónlistarmaðurinn ekki einn á sviðinu. Hann hefur kontrabassann með sér. Þetta er ekki raunsæisverk. Þó hef ég kynnst kontrabassaleikurum sem segja að oft séu þeir svona undarlegustu tónlistarmennirnir í sinfóníunni; með stærstu sálrænu vandamálin. Aldrei nein sóló, alltaf að þvælast með þetta flykki með sér, ná aldrei í kvenfólk, geta ekki boðið neinum far í bflnum af því bassinn tekur allt plássið, geta ekki búið í fjöl- býlishúsum nema einangra gjörsamlega. Hljóðin í bassanum smjúga nefnilega alls staðar. Maður heyrir lengur í bassanum en í nokkru öðru hljóðfæri. Ég held að þetta verk flokkist sem tragíkómedía. Þetta er mannlegur harmleikur og svo- leiðis er vissulega líka fyndið, með öllu hinu.“ ar með er Árni Pétur farinn að útskýra málin - ekki ósvip- aður hverjum öðrum leik- stjóra - eins og hann myndi hafa gert fyrir til dæmis fimmtán árum. Er hann ekki fallinn í farveginn sem end- ar á sviði Þjóðleikhússins? Orðinn eins og allir hinir? Hann glottir nett. „Það er voðalega gott þegar maður er að byrja, eins og við gerðum í Kröku- leikhópnum í Kaupmannahöfn; að halda að maður sé bestur í heimi. Aðalbrand- arinn hjá okkur var að gera grín að þeim HEIMSMYND 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.