Heimsmynd - 01.03.1988, Side 79

Heimsmynd - 01.03.1988, Side 79
dreymt um að flytja í sveit. Þau eru mik- ið útiverufólk og taka návistina við nátt- úruna fram yfir verslanir og önnur þæg- indi þéttbýlisins. En núna líta þau svo á að hús sé bara hús og það sem laði þau að nesinu sé fólkið, sjórinn og Álftanesið sjálft. „Þegar við fluttum hingað fyrir tíu árum náðum við í lokin á því tímabili þegar Álftanesið var fyrst og fremst sveit,“ segir Marín. „Samhjálpin var mikil og ólík því sem ég hafði áður kynnst. Þegar ég var að læra vefnað aug- lýsti ég eftir pössun fyrir syni mína og þá kom nágrannakona mín, Ásta í Gests- húsum, og bauðst til að passa þá meðan ég færi í tímana." „Við náðum að upplifa það að allir þekktu alla á nesinu," bætir Ólafur við. „Þannig var það þar til fyrir nokkrum árum. En þrátt fyrir fólksfjölg- unina er fólk hér sjálfu sér nægt, bæði hvað varðar skemmtanir og annað. Það kom mér á óvart að finna lítið, samheld- ið sveitarfélag hérna rétt fyrir utan borg- ina. Gott dæmi um samheldnina er að hér fara hestamenn ekki af stað í útreið- artúr fyrr en allir eru komnir á bak, þó að liðið geti langur tími frá því sá fyrsti er tilbúinn þar til sá síðasti fer á bak. Og það sem aðrir eru vanir að fá lánað hjá ættingjum sínum, fær maður hérna hjá nágrönnunum. Hér er heilbrigt samfélag og maður á sjálfur möguleika á að móta það. Það er skemmtilegt að taka þátt í að skapa, og kröfurnar sem maður gerir eru ekki eins miklar ef maður er sjálfur með í ákvörð- unum. Félagslífið á nesinu er gott og sér- staklega er gott að vera hér með krakka því æskulýðsstarfið er mjög líflegt, ekki síst skátastarfið." Félagslífið á nesinu hefur hrifið Ólaf og Marín til starfa. Marín er nú varaformaður Kvenfé- lags Bessastaðahrepps. Og auk formennskunnar í Ungmennafélaginu hefur Ólafur orðið virkur í hestamennsk- unni og er formaður reiðklúbbsins Sóta. Ekki nóg með það, heldur er hann eini stjórnarmeðlimurinn og hefur fengið á sig vísur fyrir bragðið. Ein er eftir Jón í Skollagróf og er svona: Það víst reyndist margra mat að maðurinn er býsna vitur. Hann aðra kúgað ekki gat af því einn í stjórn þar situr. En þótt hús sé bara hús heillar Marbakki þau Marín og Ólaf enn. Marbakkinn þeirra er þó ekki óbreyttur frá því Guðrún Arngrímsdóttir reisti sér sumarbústað. Tvívegis hefur verið byggt við Mar- bakka. Haukur Dór byggði stóra vinnu- stofu rétt við húsið þar sem Ólafur og Marín hafa nú stóra stofu og herbergi fyrir unglingana sína. Eftir að Marín og Ólafur fluttu í húsið tengdu þau þessar tvær byggingar með L-laga tengibygg- ingu þar sem nú er eldhús og gott skápa- rými. Þar er auk þess kirkjubekkur og heilmikið langborð úr danski krá og oft þétt setinn bekkurinn. Borðið er vinsæll viðkomustaður í reiðtúrum um Álfta- nesið. Marín og Ólafur eru með hestana sína í stóru fjósi sem þau hafa, ásamt kunningjum sínum, breytt í hesthús. Það er á Breiðabólstöðum sem eru á norðan- verðu nesinu. Þau eru bæði mikið úti- vistarfólk og Ólafur vanur hesta- mennsku, bæði úr sveitinni sinni í Öræf- unum og úr föðurhúsum. „Hestarnir eru hans ær og kýr,“ segir Marín, hikar við orð sín og allir fara að hlæja, hún líka. Faðir Ólafs og móðurbróðir voru báðir með eigin hesta lengi vel og nú er Ólafur með hest á húsi fyrir föður sinn. Það er ekki bara hestanna vegna sem sveitin skipar sérstakan sess í huga Ól- afs. Hún á kannski sinn þátt í að hann festi rætur á Álftanesinu þótt það sé ólíkt Öræfunum. „Ég gleymi því seint þegar sveitin opnaðist fyrst fyrir bílaum- ferð úr vestri og austri. Áður hafði fólk þekkt alla bílana í sveitinni. En dag nokkurn kom grænn jeppi í sveitina. Þar hafði aldrei sést grænn jeppi áður. Þessi dagur var upphaf að nýrri öld í Öræfa- sveit.“ Og enn er litið út um gluggann á Mar- bakka ef ókunnan bíl ber að garði. Um- ferðin landmegin austan við húsið kemst ekki eins upp í vana og sú sem um sjóinn fer. Igömlu vinnustofunni hans Hauks Dórs er ekkert verið að ofhlaða frekar en annars staðar í húsinu. Sjónvarp, sófar og stór vefstóll setja mestan svip á stofuna. Marín fór að vefa þegar hún flutti að Marbakka. „Mig vantaði eitthvað létt á gólfin," segir hún. Fátt væri meira út í hött en að ímynda sér hnausþykk teppi út í hvert horn á heimili þeirra Marínar og Ólafs. Þau ættu hreinlega ekki við umhverfið; stfl- hreint, hérumbil strangt, en þó með frá- vikum sem setja heimilislegan svip á um- hverfið. Á sumrin eru motturnar meira að segja teknar úr umferð. „Það eyðast mörg pör af sokkum hér á heimilinu en það vill nú svo vel til að ég flyt þá inn,“ segir Ólafur. „Og svo áttu geðgóða eig- inkonu sem nennir að þrífa. Það bjargar gólfinu,“ bætir Marín við. Sérkenni heimilisins að Marbakka koma vel fram í athyglisverðri bók um norræna húsagerðarlist, Scandinavia - 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.